Stuðningur við Bjarna, Ólöfu og stóru málin

XD Vesturbaer2016Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var gestur á aðalfundi Félags Sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi í Valhöll í dag. Hún fór vel yfir atburði síðustu daga og lýsti mikilvægi þeirra mála sem ná þarf fram sem allra fyrst, svo sem húsnæðismála ungs fólks. Stjórn og félagsmenn voru sammála um það hve krefjandi tímar eru framundan fyrir þjóðina og þar lætur vonandi sjálfstætt fólk í sér heyra um lausn stóru málanna.

Fundurinn tekur heilshugar undir stuðning annarra Sjálfstæðisfélaga við forystuna í baráttunni og samþykkti samhljóða ályktun þeirra:

Fé­lag Sjálf­stæðismanna í Nes- og Melahvefi í Reykja­vík lýs­ir yfir full­um stuðningi við formann og vara­formann flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son og Ólöfu Nor­dal. Þau hafa á skýr­an og full­nægj­andi hátt gert grein fyr­ir sín­um per­sónu­legu fjár­mál­um. Það ætti því ekk­ert að geta komið í veg fyr­ir að þau vinni áfram að heil­ind­um að þeim mik­il­vægu mál­efn­um, sem nú­ver­andi rík­is­stjórn Íslands vinn­ur að til hags­bóta fyr­ir land og þjóð.

Tíminn er naumur, komum málunum áfram.

Á myndinni sjást nokkrir félagsmenn og stjórnarmeðlimir ásamt Áslaugu Örnu eftir fundinn. Smella þarf á myndina til þess að stækka hana.


mbl.is Sígandi lukka best fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað nákvæmlega sagðist hún ætla að gera í húsnæðismálum ungs fólks? Þetta er ekki brelluspurning eða neitt svoleiðis, ég hef raunverulegan áhuga á að vita svarið.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2016 kl. 00:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað um að koma bindiskyldunni aftur á eða aðskilnað þjónustubankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi. Finnst það vera svolítið akkútt og beisikk nú þegar öllu verður sleppt lausu í sama farið.

svo mætti líka demba ser í aflandseyjamálin til að ná fram heilbrigðri skattheimtu í landinu og jafnvel með þí markmiðinað lækka skatta. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2016 kl. 00:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það svarar samt alls ekki spurningu minni.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2016 kl. 00:29

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðmundur, stjórnarhópurinn með tillögurnar kemur víst með þær fljótlega og ég þvæli þessu, enda tók ég það ekki sérstaklega niður. Best að beina þér að Áslaugu Örnu eða að taka þátt í þessu hjá flokknum?

Jón Steinar, ég er sammála þér með bankareglurnar. Svisslendingar hækka hjá sér bindiskylduna, enda undarlegt raunar að traustir lánveitendur megi vera alverstu skuldararnir. Fyrirtæki almennt verða að eiga fyrisr skuldum. Aðskilnaðurinn er erfiður í framkvæmd, en sannarlega er þörf á einhverju slíku.

En í aflandseyjamálunum finnst mér gleymast hve samkeppnisfærni er mikilvæg, þ.e. að skattar á peninga sem aflað er á löglegan hátt séu á þann veg að eðlilegast sé að þér séu vistaðir hér á landi. Vinstri stjórnin hækkaði fjármagnstekjuskatt um 100% í 20%, sem hefur fælandi áhrif svo að lítið fæst inn.

Írland fær mikið af svona fé til sín með sín 12% held ég og það skilar verulegum tekjum fyrir þegnana, auk þess sem margfeldis- áhrif peninganna á staðnum eru mikil. Mun auðveldara er að lækka skattinn aftur til þess að fá stóru upphæðirnar inn, heldur en að vera með þennan hatursáróður sem engu skilar okkur í skattekjum og hækkar vaxtaálag á Íslandi.

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 09:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammala því að fjarmagnsflotti er bein afleiðing skattastefnu fyrri ríkistjórnar, en það skýrir þó ekki aflandsreikning frá góðæristímanum. Raun afar undarleg þróun þá miðað við að her var sennilega hæsta ávöxtun í heimi. Allt þetta mál virðist vera skitamix landsbankans í Lux, sem virðist hafa haft svona skráningu sem reglu og það jafnvel án vitundar eigenda reikninga. Hvað vakti fyrir þeim er mér óskiljanlegt. Kannski þótti þeim bara töff, eða þá að þeir ætluðu að láta þetta hverfa ef illa færi.

Varðandi aðskilnað þjónustu og fjárfestingarstarfsemi þá væri hægt að gefa bönkum aðlögunartíma upp á ár eða svo að splitta þessu. Ég tel þetta lykilatriði til að koma í veg fyrir eða minnka skaðann ef þessi fasteigna og fjarfestingarbóla springur. Þegar gjaldeyrishöft losna er áhyggjuefni frekar að hér ryðjist inn peningar í þessu líka tryllingslega vaxtaumhverfi í stað þess að flýja út.

í mínum augum varð þetta hrun og afkeiðingar þess vestanhafs fyrir það að Glass Steagall var tekið af á sínum tíma og sparibaukar fölks opnaðir fyrir spilafíkla að ráðskast með og gambla.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2016 kl. 13:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aðalmálið að styðja við fólkið sem almenningur vill losna við.  Æ Æ mikil er reisn ykkar sjálfstæðismanna... sumra sem betur fer ekki allra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2016 kl. 14:15

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Sjóðastýring Landsbankans í Luxemburg reyndist algjört flopp, sem þurrkaði út eign flestra eigendanna, þannig að þótt nafn þeirra birtist þá er kannski ekkert þar.

Seðlabankinn ætti að lækka stýrivexti þannig að falsfé streymi ekki hingað í vaxtamunar- viðskiptum og vextir eigi séns á því að lækka.

Næstum því hver sem vildi gambla mátti það óspart að hruni. Mér var t.d. leyft að kaupa og selja erlenda gjaldeyriskrossa framvirkt fyrir milljarð kr. í einu. Einhver hagnaður stundum en svo hrikalegt tap! Mig langar ekkert að prófa aftur...

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 14:15

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásthildur Cesil: Dómstóll augnabliksins á Lækjartorgi gerir ekki greinarmun á eðli máls, magni eða tíma aðgerða. Það er bara svart og hvítt: Vinstri alhreinir siðbótarmenn og hægri spillta peningafólkið. Á meðan svo er er ekki hægt að elta ólar við skoðun hvers einstaks mótmælanda.

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 14:20

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, dómstóllinn er á Austurvelli.

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 14:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er frasi og afsökun og þú veist það vel Ívar.  Þetta er notað þegar drepa á málum á dreyf.  Dómstóllinn í þessu máli er grafalvarleg mótmæli við ríkjandi stjórnvöld og ennþá meiri alvara í mótmælunum þegar flokkurinn þinn bregst svona við.  Að þið skulið hafa geð í ykkur til að afsaka þetta og missa þar með sjálfið niður algjörlega.  Ég vorkenni ykkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2016 kl. 17:53

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Nei, það er ekkert að afsaka. Ríkisstjórnin er einmitt til þess að stjórna ríkinu og á að fá frið til þess að ná í gegn risa- hagsmunamálum sem skipta öllu meira máli heldur en þrefið sem heldur áfram þótt kröfum stjórnarandstæðinga hafi verið sinnt.

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband