Stærðar aspir ber að fjarlægja

Osp Heidmork isEigandi risa- aspar sem felld var á jaðri garðs hans ætti að athuga ábyrgð á eigin gjörðum áður en hann kærir. Það er ábyrgðarhluti að láta aspir vaxa úr sér í ofurhæð inni á lóð og láta ræturnar teygja sig út um allt, enda ekki í samræmi við reglugerðir. Ef nágranninn býðst til að sjá um þetta frítt, þá er það hið besta mál.

Myndin tengist ekki þessari færslu á beinan hátt.

Hér er úr byggingarreglugerð til skemmtunar:

7.2.2. gr. Tré og runnar á lóðum.  Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum aðliggjandi lóða en 4,0 m. Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum. Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skal hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, gangstíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veghaldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis.

Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.


mbl.is Gunnar Nelson kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, grínlaust, þá ætti hann að vera þakklátur þessum góða nágrana og bjóða honum í kaffi og kökur. Ég hef sjálfur þurft að grisja garða og hefði þegið það með miklum þökkum að fá hjálp nágrana við starfið.

Ef tré þetta hefur skemmt lagnir, þá vona ég að eigandi þessi bæti tjónið.

Hörður Þórðarson, 14.4.2016 kl. 19:08

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Hörður, ég fékk að helminga aspir fyrri nágranna (en á minn kostnað), sem var fínt, en þær hætta sannarlega ekki að vaxa!

Ívar Pálsson, 15.4.2016 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband