Nú reynir á Tyrkjasamning ESB og á Schengen

Thysk TyrkirESB gerði afarsamning við Tyrki í mars sl. þar sem "leitast yrði við" að veita 78 milljón Tyrkjum áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi frá júní 2016. Nú þegar líður að þeim tíma er þetta eina atriði ófrávíkjanlegt skilyrði Tyrkja, þannig að samningurinn um flóttamannaskiptin við ESB falli niður nema að Tyrkir fái að valsa óhindrað um Schengen svæðið. 

Lok Schengen

Nú heldur enginn málsmetandi ESB- talsmaður því fram að ytri landamæri Schengen- svæðisins haldi í dag, enda streymdi milljón manns inn á sl. 9 mánuðum. Þessa tilraun til samnings við Tyrki hér að ofan má líta á sem síðasta naglann í Schengen- kistuna, því að þvingaðar tilfærslur lítils hluta flóttamannanna sem sækja á Evrópulönd verða þá til óhindraðs straums Tyrkja um Evrópu, einmitt frá því landi þar sem mesta streymið frá stríðshrjáðu ríkjunum í kring er um.

Tyrkjaflóðið

Ef Ísland væri ekki í Schengen og einhver styngi upp á aðild í dag þá teldi fólk að sá hinn sami væri ekki með öllum mjalla. En að losa okkur út úr þessu Hótel Kaliforníu- dæmi ætlar að reynast þrautin þyngri. Það verður samt að gerast áður en Tyrkjaflóðið hefst.

 

 


mbl.is Merkel á ferð um flóttamannabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef Tyrkir komast í Schengen þá leysist það upp og Tyrkir standa einir eftir með sárt ennið í Schengen.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 24.4.2016 kl. 00:18

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að þetta sé rétt hjá honum Jóhanni, það er nefnilega hægt að ganga úr Schengen.  En það sem honum Jóhanni sést yfir er að Evrópskir pólitíkusar eru rolur og þó að Ísland sé í raun ekki í Evrópu þá eru mestu rolurnar þar.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.4.2016 kl. 06:57

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er sammála Hrólfur að sjórnmálamenn eru gungur, en það verður landslýðurinn í flestum löndum Evrópu sem að rís upp á móti múslimavæðinu Evrópu. Og því er nú verr og miður, það verður ekki falleg sjón að sjá, þegar það gerist.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 24.4.2016 kl. 12:09

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Flott ef ríkisstjórnin tekur svona "Grand finale" við brottför, segir okkur úr Schengen og afturkallar umsóknina formlega. Það tryggir Ísland og atkvæðin líka!

Ívar Pálsson, 24.4.2016 kl. 20:54

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er að byrja að rætast því sem ég spái, bara að skoða kosningarúrslitin i Austurríki nú um helgina og það verða fleirri lönd með svipuð úrslit á næstu mánuðum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 25.4.2016 kl. 00:16

6 Smámynd: Merry

It is worrying what the European Union leaders are doing, with Merkel acting as the boss of Europe. It looks like the end of Europe will come with 80 million turks and an unknown number of terrorists with their Turkish or other falsified passports to be allowed into Europe from THIS JUNE. One way to save Icelands future is to immediately leave the Schengen area.

Merry, 25.4.2016 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband