Borgin í útrás mannréttinda

FlottafolkReykvíkingar sem greiða útsvar sitt til borgarinnar mega vænta þess að borgarstjórn dreifi úr gæsku sinni út um Evrópu fyrir þeirra hönd. Engin landamörk eru á því hvert Reykjavík beinir sínu fé, frekar en áliti á stjórmálum í öðrum löndum. Sú var tíðin að borgarstjóri átti að gæta fjár borgarbúa og hagsmuna þeirra, en útþensla hins góða á sér víst engin mörk.

Langflest okkar hljótum að vera hlynnt störfum Þórunnar Ólafsdóttur, en ég hélt bara í einfeldni minni að félög eða einstaklingar sem bæti mannréttindi í Reykjavík ættu að hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.


mbl.is Þórunn hlaut Mannréttindaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eru mannréttindi í það slæmu máli í Reykjavík að það þurfi mikla baráttu sem vert er að styrkja til að bæta það? Ef svo er væri þá ekki nærtækara fyrir borgarstjórnina að laga þau mannréttindabrot í staað þess að dreifa út styrkjum til þeirra sem berjast gegn þeim?

Er ekki í raun sjálfgefið að stjórnvald á ákveðnum stað lagar sjálft skort á mannréttindum innan eigin valdasvæðis en geti síðan styrkt mannréttindabaráttu annars saðar þar sem viðkomandi stjórnvald hefur ekki nein völd?

Sigurður M Grétarsson, 17.5.2016 kl. 17:16

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Verðlaunahafarnir hingað til virðast hafa tengst málefnum í borginni. Annars er réttlætingin á skattlagningu borgarbúa vegna þessa vandfundin, ef það er hvað sem er hvar sem er í heiminum!

Ívar Pálsson, 17.5.2016 kl. 22:48

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er ekki bara skilyðið að um sé að ræða Reykvíking sem er að vinna að mannréttindamálum hvar sem er í heiminum? Eðli málsin semkdæmt eru menn þá oft að vinna að ákveðnum málum í sinni heimabyggð eins og til dæmis baráttu gegn einelti og slíku en sumir að vinna að slíku annars staðar. Ég er viss um að þetta er ekki í fyrsta og ekki heldur í síðasta skipti sem verðlaun sem þessi séu veitt fyrir starfa annars staðar.

Sigurður M Grétarsson, 18.5.2016 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband