RÚV skrumskælir að vanda

Handtaka velliHlutlausa RÚV í sjónvarpsfréttum í kvöld fannst það ekki fréttnæmt eða athugunarvert að tvær konur hefðu hindrað gang réttvísinnar og verið með uppistand í flugvél sem þær bókuðu sig í einungis til þess að stöðva brottför vélarinnar til Stokkhólms með hrópum og hótunum, sem endaði með handtöku kvennanna, ásamt leiðindum, töfum og áreiti fyrir flugfarþegana. 

Nei, fréttin var hvað lögmanni þeirra fannst rangt við brottvísun flóttamanns og RÚV sagði einungis að þær hafi reynt að stöðva för vélarinnar með Nígeríumanninum og aðeins þeirra hlið sögð, ásamt setningu frá þeim í flugvélinni. Síðan sýndi RÚV myndband No Border hópsins um handtöku mannsins á vellinum og fréttin öll var síðan saga þessa flóttamanns ásamt viðtali við lögmann hans, þar sem reynt er að kasta rýrð á Útlendingastofnun og meðferð málsins, sem hefur kostað fjölda milljóna króna á þessum fjórum árum hans hér. Þessi "frétt" er forkastanleg í augljósum pólitískum vinstri halla sínum.

Næsta vitleysa

Í næstu frétt kastar svo tólfunum í "óhlutrægni" RÚV, þar sem sagt er frá vinnustöðvunum í Frakklandi. Þrír fjórðu hlutar rafmagns- framleiðslunnar lokaðir, hluti almannasamgangna og 40% bensínstöðva tómar. Rætt er við mótmælanda sem segir frá þeirra hlið. Síðan segir RÚV: "Frumvarp stjórnvalda gefur fyrirtækjum of frjálsar hendur til þess að ráða og reka starfsmenn, stytta vinnutímann eða lengja og lækka laun". Þetta er ekki tilvitnun í Frakkana, heldur gildishlaðið mat RÚV að vanda.

Dínasorar

Það er ekki hægt að horfa upp á þessar skrumskælingar sannleikans hjá RÚV lengur. Fjölskylda mín og ég borga um 150 þúsund á ári í þetta fornaldarbatterí sem ekki er hægt að forðast og treður pólitískri vinstri réttvísi sinni ofan í mann með kvöldmatnum. Þessu verður að linna. Byrjum á því að taka RÚV af auglýsingamarkaði strax.

 

 


mbl.is Handteknar í Icelandair-vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Krakka í náttúrufræði í grunnskólum ætti að senda upp í Efstaleiti í þessa skrímslastofnun og láta þá spyrja í leiðinni um múmíudeildina, sjá nánar HÉR.

Jón Valur Jensson, 27.5.2016 kl. 06:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það gekk svo aftur og fram af mér, þegar ég horfði á fréttirnar á gærkvöldi.  Vonandi fer fólk að GERA eitthvað í þessari vitleysu hjá RÚV, en það er með ólíkindum að ekki skuli heyrast í "neinum".

Jóhann Elíasson, 27.5.2016 kl. 08:12

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ívar þetta er sannleikurinn og hefir verið í tugi ára og aldrei eins mikið og sýðustu árin. Ég segi við verðum að gera aðför að RÚV og kjósum Davíð en havv einn hefir lýst yfir að reyna að stoppa þenna Nefskatt sem við borgum RÚV.

Valdimar Samúelsson, 27.5.2016 kl. 09:59

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð ábending um þetta barst að norðan: Hádegisfréttir Rásar 1 26/5/2016:"Þar var sagt að farþegum hafi verið „brugðið vegna viðbragða lögreglu“ sem handtók konurnar.  Það er ekki ofsagt að fréttaflutningur rúv er fjölmargra ára uppsafnað hneyksli." 

Útvarpsfréttir RÚV greina þarna einungis frá sjónarmiði mótmælenda í terrorisma sínum í vélinni og málstað No Borders sem RÚV auglýsti. Farþegum hafi einungis verið brugðið vegna viðbragða lögreglu, þegar hverjum er ljóst að aðgerð kvennanna brá fólki. Viðbrögð flóttamannsins við handtöku markaði eðlilega viðbrögð lögreglu. Þessi No Borders- samtök enda með að verða skráð sem terroristar ef þau halda áfram að beina sér að flugvélum.

Þetta hjálpar sannarlega ekki túrismanum okkar, sem er að verða stærsti útflutningsgeirinn.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 11:44

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Skilgreining á Terorisma: the unofficial or unauthorized use of violence and intimidation in the pursuit of political aims. Ekki ber að líða þetta í fluginu.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 13:44

6 Smámynd: Sandy

Ég tek heilshugar undir þetta með RÚV, skil ekki hvers vegna við erum skylduð til að borga í þetta apparat.

En með þessar No Borders konur, þá ætti að sekta þær um háar fjárhæðir ef ekki að loka þær á bak við lás og slá. Þær virðast ekki skilja alvarleika gerða sinna, en telja sig vera að vermda þennan Nígeríubúa.HVAÐ UM OKKAR FÓLK?

Sandy, 27.5.2016 kl. 15:18

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Hugsanlega ákærðar fyrir flugrán" er síðasta frétt.  Þarna missti RÚV af heimsfrétt; fyrstu íslensku flugræningjarnir!

Kolbrún Hilmars, 27.5.2016 kl. 17:54

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þú satt segir,en fréttamenn Rúv.kæra sig örugglega kollótta Kolbrún mín,metnaður þeirra
liggur til annara átta.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2016 kl. 18:17

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er auðvitað ekki venjulegur fréttamiðill sem skilur ekki hvenær hann nær skúbbinu.  :)

Kolbrún Hilmars, 27.5.2016 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband