Kynnumst Davíð

IMG_5620Davíð Oddsson bætir við sig fylgi eftir því sem fólk kynnist honum betur. Fjöldi fólks leit við á kosninga- skrifstofu Davíðs til forseta í gær, þar sem spjallað var saman yfir útigrilli. Davíð er maður orðsins og kímninnar. Sverrir Stormsker er það líka og þeir göntuðust hver við annan, sjá myndir hér. Guðni Ágústsson er einmitt einn slíkur, í fjörugum viðræðum í góðra manna hópi.


mbl.is Guðni missir fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð er fastur í 20%

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 13:00

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ívar, við erum búin að fá að kynnast Davíð, svo um munar. það verða ca 20% sem líkar kynnin:)

Jónas Ómar Snorrason, 3.6.2016 kl. 13:55

3 Smámynd: Óli Jón

Útgefendur Moggans og 'sponsorar' Davíðs sjá til þess að við kynnumst honum með látlausri frídreifingu blaðsins í júní.

Óli Jón, 3.6.2016 kl. 14:10

4 Smámynd: Ívar Pálsson

En veistu hver "gefur" þér Fréttablaðið allt árið?

Ívar Pálsson, 3.6.2016 kl. 14:19

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað með Fréttatímann?  Hver fjármagnar Morgundag ehf?
Þessi fríblöð eru svo sem ekki ókeypis - heimilið þarf að kosta til   blaðatunnu fyrir allt þetta óumbeðna blaðadrasl.

Kolbrún Hilmars, 3.6.2016 kl. 14:54

6 Smámynd: Agla

Davíð Oddsson er mörgum hæfileikum gæddur og hefur marga kosningasigra að baki.

Enn sem komið er finnst mér hann, því miður, haga sinni forsetakosningabaráttu eftir forskrift flokkspólitískrar kosningabaráttu, nema hvað hann leggur nú áherslu á eigið ágæti og feril. Hann sýnir enga miskunn, og virðist grípa flest tækifæri til árása á "andstæðinga" sína, eins og spjallið á Eyjunni við hann og Guðna Th. sýndi og  líka nýleg orð hans um að ef hann yrði húsbóndi Bessastaða myndi hann ekki dvelja "130 daga erlendis á ári hverju".  Mér finnst þetta ekki beint traustvekjandi ef Forseti Íslands á að vera sameiningartákn og draga úr sundrung og ósætti innanlands.

Ég vildi gjarnan heyra meira frá D.O. um álit hans á stjórnskipulegri stöðu forsetaembættisins.  Eins finnst mér hann gæti skilgreint þau hugtök sem hann nefnir í því sambandi betur.  Hann segir t.d. að hann myndi beita synjunarvaldinu "þegar það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðina". Miklir hagsmunir að hvers eða hverra dómi?                      

Agla, 3.6.2016 kl. 16:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ívar minn ég vona að þú sért að grínast... ef ekki  þá get ég svarið það að þú ert með stöngina út hvað mig varðar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2016 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband