Næst á Dags- skránni

Reykjavikurflugvöllur MBLAðför meirihluta borgarstjórnar að Reykjavíkur- flugvelli fer núna á flug. Næsti þáttur virðist verða tvö- til þreföldun Skerjafjarðar með blokkarbyggð, þar sem ljóst er að neyðarbrautin fer vegna Hönnu Birnu- samningsins.

Uppfyllingar og blokkahverfi

Dagur borgarstjóri hefur marg- lýst því yfir á kynningarfundum og víðar að hann vinni eftir aðalskipulaginu (sínu) sem leggur flugvöllinn niður, lið fyrir lið á næstu árum. Nú tvíeflist niðurrifshópurinn. En í anda upplýsingarskorts og ógagnsæis þessa hóps verða áætlanir og grunnhönnun ekki gerðar opinberar fyrr en allt or orðið of seint. Núverandi plön gera m.a. ráð fyrir uppfyllingu fallegrar sandstrandar með fjölbreyttu fuglalífi sem hverfur. Álag á samgöngukerfi verður margaukið og búin verður til þörf á öllu því helsta sem stór þorp þurfa, ss. skóla og heilsugæslu. Fyrstu drög að þessari blokkahörmung gera ráð fyrir því að flugvöllurinn fari.

Við borgarbúar hljótum að krefjast þess að verða upplýst um raunverulega ætlun þessa borgarstjórnar- meirihluta varðandi Reykjavíkurflugvöll allan og umhverfi hans.


mbl.is Sorglegt að neyðarbrautin loki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það hefur farið fyrir lítið öll þau fögru orð forystumanna Samfylkinga fyrr og síðar um íbúalýðræði, samráð, gegnsæi, heiðarleika, virðingu fyrir vilja íbúanna og hvað það nú allt heitir sem lofað var.

Yfirgangur, einstefna, pukur og þess háttar virðast aðalsmerki vinstri aflanna. Fólk ætti að hafa það í huga þegar það gengur til kosninga, hvort heldur verið er að kjósa forseta, til alþingis eða sveitastjórna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.6.2016 kl. 13:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Man ekki betur en að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafi um árabil verið sammála þessu að brjóta þarna land undir byggingar. Frekar en að öll ný byggði verði við bæjarmörk Mosfellsbæjar með tilheyrandi akstri. Nú eða upp á Kjalanesi. Og svo bendi ég að hvergi á landinu hefur verið farið fram á að flugvellir séu með 3 flugbrautum og 3 flugbrautinni á Keflavík var lokað fyrir löngu síðan. En að setja þetta fram sem mál sem Dagur einn ber ábyrgð á er náttúrulega fölsun af versta tagi og ef við erum að tala um lýðræði þá má nefna að fyrir 20 eða svo var greitt atkvæði um þennan flugvöll og þar var samþykkt að hann færi. Svo held ég að tölfræði síni að almenningur er sífellt að nýta sér þennan völl minna og minna. Það eru helst fulltrúar sveitarfélaga og fyrirtækja sem nota hann þar sem þau þurfa ekki borga gríðarhá flugför sjálf. Og svo eru þetta frístundaflugmenn og einkaþotur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2016 kl. 14:10

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Tómas, maður skyldi einmitt halda að Píratar opni upplýsingar um áætlanir og plön, en ekkert hefur komið þaðan heldur.

Magnús Helgi, þessi færsla er minna um hörmungarsögu þess hvernig neyðarbrautin verður lögð niður, heldur meira um næstu skref, sem jafnan er ekki hægt að fá upplýsingar um en liggur samt fyrir. Starfsemi á sér stað á einhverjum teiknistofum og í einhverjum áætlanagerðum sem ekki kemur fram í dagsljósið. Þessi háttur að ráðskast svona með líf fólks er einkenni þessa borgarstjórnar- meirihluta.

Kosningin minnst er á er einmitt dæmi um plat- lýðræðið sem Samfylkingin er fulltrúi fyrir. 14.913 landsmanna kusu þar höfuðborgarvöllinn burt, enda hundsaði fjöldinn þessa gerfikosningu, þ.á.m. ég, til þess að ljóst væri hvaða vitleysa hún væri. 

Ívar Pálsson, 10.6.2016 kl. 15:38

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Kosningin sem minnst er á (á þetta að vera).

Ívar Pálsson, 10.6.2016 kl. 15:39

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þvílíka bullið hér um flugvöllinn, hér er párað að mikilli fáfræði, að mínu áliti.

Það er ekki til skilgreind "neyðarbraut". Allir sjúklingar sem lenda á flugvellinum og koma með Mýflugi hafa hlotið meðferð hjá lækni og/eða verið undir læknishöndum í 150 mínútur. Sjúklingur er ekki fluttur í sjúkraflugi nema hann sé stöðugur og ástand hans þannig að sjúkraflutningsmaður meti hann hæfann til flutnings, það er ekki ákvörðun læknis.

Þessir flutningar eru svo það mikið fyrirséðir að þeir eru pantaðir og sjúkrabíll tilbúinn til að sækja viðkomandi. Hann keyrir ekki á F1 eða F2 á sjúkrahús. 

Svo er völlurinn á skipulagi til 2024, skipulagi sem núverandi borgarstjórnarminnihluti koma að, þá sem meirilhluti 2005 og 2007. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.6.2016 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband