Á ESB- sinni að leiða stærsta flokkinn?

Piratar ESBÁsta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sækist eftir forystu þar. Birgitta sér sig ekki í ráðherraembætti og því yrði þessum vinsælasta stjórmálaflokki landsins stýrt af ESB- sinnanum Ástu Guðrúnu, sem vann gegn Brexit og hæðist að Nigel Farage.

En kannski er með hana eins og aðra sama sinnis, að flestir ESB-sinnar landsins gerast nú stakir EES- sinnar, þegar ljóst er að landinn ætlar ekki í ESB og Bretar ætla út. Nú á að taka EES- samninginn yfir í æðra veldi og samþykkja hvaða beinu agúrkutilskipun sem kemur úr æðstaráðinu. Svo á víst að þvæla Bretum í EES- samstarfið í stað þess að semja strax beint við Bretland um viðskiptafrelsi á fullu, sem tæki ekki nokkra stund og færði bæði löndin í átt til hagsældar sem fyrst.

Hvar verður fæsta ESB- sinna að finna í næstu þingkosningum?


mbl.is Ásta vill leiða Pírata í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sniðug er hún þessi nýja píratafánamynd þín, Ívar, og við hæfi eftir efninu -- m.ö.o.: þar hæfir skel kjafti.

Eftirþanki:  Ætli hin virka ESB-kona, eitt sinn (a.m.k.) meðeigandi DV, vinkona hins fallna frkvstj. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ein aðal-hvatamanneskjan að Borgarahreyfingunni, þ.e. Lilja Skaftadóttir í Bonn, auðkona mikil, sé einnig virk í "hugmyndavinnu" Pírataflokksins?

Jón Valur Jensson, 2.7.2016 kl. 22:11

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nei & ég vil ekki setja nafn mitt við flokk sem að kennir sig við sjóræningja. 

Jón Þórhallsson, 3.7.2016 kl. 09:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þegar rekunum hefur verið kastað á Samfylkinguna er eru um fimmtungur kjósenda á vergangi, flestir ESB sinnar, sem reyna að pota sér í þau framboð sem opin eru. Þar er helst að nefna Viðreisnina hans Benedikts, sem er einhverskonar griparhöfn fyrir stockholm syndrome esb sinna. Vinstri vængur Samfylkingarinnar mun koma sér fyrir í pírötum. 

Framsókn er enn trestandi til að standa í lappirnar í esb andstöðunni sem og  flokksmönnum VG, þótt forystunni sé ekki treystandi þar, sem sést best á rýrnandi tryggð við þann flokk. Sjálfstæðisflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur og ekki fullt traust til þess að hann standi í lappirnar, þótt líkurnar aukist við tilkomu viðreisnar sem regnhlíf fyrir esb sinna þar. (Þa helst fjármála og gjaldeyrisbraskara)

nú hefur verið kosinn forseti sem er af slekti akademískra esb sinna sem hafa verið helstu álitsgjafar og áróðursmeistarar Ruv.

það verður engin áhersla á að vekja umsóknina til lífs til að byrja með, heldur mun allt púður fara í að breyta stjórnarskránni, sem er forsenda umsóknar og ástæða þess að umsóknarferlið datt uppfyrir þegar feneyjanefndin gaf nýju stjórnarskrárdrögunum falleinkun 2013 vegna þess að of margir fyrirvarar voru á framsali fullveldis. Þar með sofnuðu bæði málin og ekki einu sinni hægt að opna kafla er vörðuðu framsal fyrr en heimild til þess fengist í stjórnarskrá.

næstu kosningar verða miklir lýðskrumstímar þar sem menn munu láta stjornarskrármálið líta út eins og stjórnarskrármálið sé göfugt þjóðþrifamál og mannréttindamál og fela þá staðreynd að það á upphaf sitt og endi í ákvörðun um að sækja um inngöngu í sambandið. Þ.e. Þessi tvö mál eru sama málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2016 kl. 12:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aldrei of sjaldan minnt á hið raunverulega upphaf stjornarskrármálsins,msem er tíundað hér í frétt frá febrúar 2009

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2016 kl. 12:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stærsti flokkurinn er ennþá ekki nema stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum.  Og þær eru ekki óskeikular...

Kolbrún Hilmars, 3.7.2016 kl. 14:55

6 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

"í stað þess að semja strax beint við Bretland um viðskiptafrelsi á fullu, sem tæki ekki nokkra stund og færði bæði löndin í átt til hagsældar sem fyrst."

Ég myndi nú ekki vera viss um það.

Þó Ísland hafi mikla hagsmuni á viðskiptum við Bretland þá eru það bara smá samningar hjá Bretlandi.

Fyritækið sem ég starfa hjá er t.d. með flesta sýna samninga í miðausturlöndum og Afríku og hér er miklar áhyggjur á að viðskiptasamningar til þessara ríkja verði aftast í röðinni.

Og svo má ekki gleyma því að Skotar munu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um SJÁLFSTÆÐI Skotlands og veru þeirra áfram í ESB.

N-Írar sameinist Írlandi og Gíbraltar sameinist Spáni.

Þannig að næg eru innanlandsvandamálin sem þarf að leysa næstu árin.

Það er ekki mikið verið að velta fyrir sér viðskiptasamningum við Ísland í Bretlandi....

Snorri Arnar Þórisson, 4.7.2016 kl. 08:47

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Valur. Píratamyndin er pírötuð af netinu að hætti þeirra.

Jón Þórhallssson, þessi sjóræningjatenging virðist ekki fæla marga frá ennþá.

Jón Steinar, takk fyrir greinagerðina. Margt til í henni.

Kolbrún, skoðanakannanir sýna stöðu augnabliksins áður en forysta Pírata varð eins óskýr og hún er í dag. Mun ungt fólk bara kjósa út í loftið?

Snorri Arnar, við sjáum Bretlandi fyrir nauðsynjavörum sem skipta marga neytendur þar máli. Bretum er í lofa lagið að semja um þær um leið og úrsögnin hefur verið afhent. Það kemur samningum Íslands við aðrar heimsálfur ekkert við, það hefur sinn gang. Sameining Írlands er stórmál sem er ekki á döfinni. Hagsmunir Bretlands vegna Gíbraltar eru það hernaðarlega mikilvægir að þar verður ekki gefið eftir. Sjálfstæði Skota eykst en ESB- aðild þeirra verður ekki, þar sem önnur sjálfstæð svæði eins og Katalónía á Spáni eða Baskar myndu heimta það sama. Auk þess samþykkja hin ESB- löndin ekki öll sjálfstætt Skotland sem ESB- aðildarland, hvað þá með Evru sem mynt.

Hagsmunir Breta verða núna ofan á. Til stendur t.d. að lækka fyrirtækjaskatt um fjórðung, sem hjálpar samkeppnisfærni. Við getum aðstoðað við það sama.

Ívar Pálsson, 4.7.2016 kl. 12:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður!

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 14:08

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo vek ég sérstaka athygli á afar mikilvægu innleggi Jóns Steinars Ragnarssonar, sem menn ættu að liggja yfir og melta og ekki sízt með fréttartengilinn þar í huga; en hér geri ég lesandanum það auðveldara að smella sig beint inn í þá frétt:

visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 14:15

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er satt Jón Valur, fólk verður að lesa þessa stuttu frétt frá 2009. Þá þótti mikilvægt að breyta stjórnarskránni til þess að missa ekki af ESB- lestinni sem átti ærlega eftir að fara út af sporinu á næstu 7 árum á eftir!

Ívar Pálsson, 4.7.2016 kl. 15:28

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Ívar!

En aftur að fyrirsögn og efni greinar þinnar: Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með viðtöku þessa flokks, þegar kjósendum verður almennt ljóst, að leiðandi fólk þar er þó a.m.k. með EITT stefnumál og það er að vilja innlimun Íslands í Evrópusambandið!!!

En að þetta er hreint ekki eins spennandi í augum ESB-búa og ýmsir hér ímynda sér, það hefur í raun lengi verið ljóst af könnunum þar ytra. En tökum eftir hvernig þetta risabákn reynir að ráða niðurlögum þess vanda: með því að ausa gríðarlegu fé í áróður af margvíslegu tagi og beita til þess MÚTUM líka. Evrópusambandið greiddi um 160 milljónir evra í sjóði brezkra "Remain"-hópa (þ.e. gegn Brexit), sjá hér: http://order-order.com/τοῦτο/eu-paid-e160-million-toτοῦτο/  Jafnvel svo virðuleg stofnun sem BBC hefur með leynilegum hætti tekið við 71.000 pundum í reiðufé frá ESB í hverjum mánuði: http://heatst.com/τοῦτο/bbc-receives-71000-of-secretτοῦτο/

Og svo gerðist það sama, á mun smærri mælikvarða vitaskuld, hjá Sjónvarpinu við samsetning hálfgerðs áróðursþáttar gegn krónunni og með evrunni: að sá þáttur var með yfirbalanz af ESB-málpípum og reyndist líka, þegar glöggt var skyggnzt eftir, vera "styrktur" af ESB! Og þetta býður okkar "hlutlausa" Rúv upp á!

Raunar ætti Rúv ekki frekar að vera hlutlaust gagnvart lýðveldinu heldur en t.d. gagnvart lýðræði og málfrelsi, trúfrelsi og atvinnufrelsi. En þjónum Rúv þykir við hæfi að telja sig óbundna öllu varnarhlutverki fyrir lýðveldi okkar ... og vilja ekki einu sinni vera hlutlausir, heldur vinna beinlínis GEGN lýðveldinu og fullveldisréttindum þess, dögum, vikum og árum saman. Nánar verður fjallað um þetta á Fullveldisvaktinni: fullveldi.blog.is

Jón Valur Jensson, 5.7.2016 kl. 02:42

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir upplýsingarnar og tenglana, Jón Valur. Farsinn um hlutleysi ESB heldur endalaust áfram. Ekki fjármagnar það umræðu um tilverurétt sambandsins!

Ívar Pálsson, 5.7.2016 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband