Enginn ábyrgur fyrir þessari eyðslufirru?

Rafmagn DreamstimeRafstrengurinn er „...mjög áhuga­verður kost­ur. Þó séu marg­ir óvissuþætt­ir til staðar. ...verk­efnið verður ekki að veru­leika án sér­staks stuðnings frá Bret­um.“ Hvernig getur eitthvað verið arðbært ef það verður að vera styrkt?

Sóun Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur eytt hundruðum milljóna króna í þetta Evrópska gæluverkefni, auk tímans, þótt hún ætli ekki að vera aðilinn sem sæi um þetta. Landsvirkjun eða ríkið mætti alls ekki gangast í ábyrgð fyrir þetta vafasama ævintýri. Strengurinn yrði einkaframkvæmd sem fengi styrki frá Bretum og ESB. Lagt yrði til Skotlands, sem er olíuhérað, nálgast sjálfstæði og hefur ekkert með þessa framkvæmd að gera.

Hækkanir eru forsendur

Forsenda einkaframkvæmdarinnar er að strengurinn fái einhverja trygga raforku, enda fengjust aldrei lán fyrir slíkri risaframkvæmd ef aðeins umframorka ætti að streyma um hann af og til.   Mikil eftirspurn er eftir tryggri raforku hér á landi og engin ástæða til að bæta í þann þrýsting. Skýrt kemur fram að heimilin og atvinnulífið á Íslandi verða fyrir verulegum hækkunum á rafmagni, gangi þetta eftir.

Umhverfismálin vegna þessa eru líka heil hörmung, með Sprengisandslínu sem nauðsyn og kallar á miklar framkvæmdir að óþörfu.

Hvaða fólk er þetta?

Hverra erinda gengur það fólk sem eyðir sameiginlegum sjóðum okkar í þessa firru? Finnst nokkur ábyrgur aðili fyrir því?

PS: Er rafstrengurinn sérstakt keppikefli Álfheiðar Ingadóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í stjórn Landsvirkjunar? Ég efast um það...


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Peningasóun og fjáraustur, af almannafé, í undirbúning sæstrengs til Skotlands, ásamt þvæluverkefninu um rafsegulhraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er grátleg og ólíðandi. Læðist ósjálfrátt að manni að þeir sem "akitera"fyrir þessum verkefnum séu annað tveggja, veruleikafirrtir, eða á mála hjá hagsmunaaðilum. Skynsemin er gjörsamlega engin, þegar taka á tillit til hagsmuna fólksins í landinu. Alger steypa, ef svo má að orði komast. Reyndar djöfulsins della, ef leyfilegt er að viðhafa svoleiðis orðbragð á þessari síðu. Ef ekki leyfilegt, biðst undirritaður afsökunar á orðinu "djöfulsins", en ekki nokkru öðru orði.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2016 kl. 01:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert einmitt með fingurinn á einum anga þessa vandamáls, Ívar: "...verk­efnið verður ekki að veru­leika án sér­staks stuðnings frá Bret­um.“ Hvernig getur eitthvað verið arðbært ef það verður að vera styrkt?"

Vel má vera, að slíkur styrkur fengist samþykktur og gengi um tíma, en með nýrri ríkisstjórn í Lundúnum gætu Bretar snúið við blaðinu, ef ekki af einberum geðþótta, þá með því að skerða eða leggja fyrst niður sína eigin styrki innanlands og réttlætt síðan hliðstæða meðferð á okkur!

Tek undir með ykkur Halldóri Agli báðum. Þessum matadorleik Landsvirkjunar-manna þarf að linna!

Jón Valur Jensson, 13.7.2016 kl. 03:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aldrei getað skilið þessa ÞRÁHYGGJU forstjóra Landsvirkjunar og fleiri aðila, varðandi þennan "ljóshund" til Bretlands, sérstaklega vegna þess að það eru svo mörg atriði, sem mæla á móti þessari vitleysu.  Væri ekki nær að uppfylla orkuþörf landsmanna áður en er farið að huga að svona draumumOg svo gleymist alveg í allri umræðunni að það má víst hvergi orðið virkja......

Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 08:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Halldór, ég las það í "Víkurfréttum" að búið væri að fjárfesta í lest milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar fyrir 200 milljónir.  Ef þetta er staðreynd þá eru forráðamenn þessa verkefnis algjörlega "Klepptækir" og ættu ekki að fá að ganga lausir, það sem eftir er ævinnar.............

Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 12:00

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhann þessu er ég svo sannarlega sammála.

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2016 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband