Vestrænir ekki velkomnir

Ottoman map 1530Tíðar sprengiárásir á almenning í Tyrklandi og nú síðast niðurbælt valdarán þar sem dómstólar eru svo gott sem lagðir niður er tæpast staðurinn til þess að eyða fríinu sínu. Auk þess flæðir straumur óskráðra flóttamanna af stríðshrjáðum svæðum yfir landið og næstum-því einræðisherrann vill óheftur geta fært þessa þjóð 99,8% múslima frekar í átt til islamistanna, eins og nú þegar hann handtekur uppreisnarmenn og rekur 1500 háskólarektora og alls 15.200 manns af menntunarsviði í landinu. Dauðarefsing er innan seilingar hjá valdhafanum.

Friður vorra tíma

Evrópusambandið gerði einmitt samning við þenna sama þjóðhöfðingja í mars sl. þar sem Tyrkland tekur á móti flóttamönum og sendir aðra inn í ESB í staðinn, en það vill m.a. fá fullt ferðafrelsi Tyrkja um ESB og Schengen- svæðið allt fyrir vikið. Hrottalegt fjöldamorð Túnisans á strandgötunni í Nice kemur í hugann og blóðug árás 17 ára Afghanans í Þýskalandi, sem ESB- kerfin telja vera barn.

Úr Schengen

Afstaða ESB til Tyrklands, flóttamannavandans og öryggis í Evrópu er verulega þokukennd. Nú hrynja kerfin hvert af öðru, raunar með sama hraða og íslömsku öfgasamtökin náðu þeim svæðum í Írak sem barist var fyrir í 10 árin þar á undan. Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda er verulegt. Þörf er á því að mæta nýjum ógnum með úrsögn úr Schengen strax og bæta í staðinn verulega öryggi eigin landamæravörslu. Auk þess þarf að draga umsókn Íslands að ESB formlega til baka, svo að staðan sé og verði skýr.


mbl.is Rothögg fyrir túrismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Algjörlega sammála þér.  Eftir Tyrklandsuppákomuna er ekkert annað eftir í stöðunni en að loka að sér og bjarga því sem bjargað verður.

Kolbrún Hilmars, 19.7.2016 kl. 16:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég er nær viss um að flestir Íslendingar séu á sama máli. Hvernig gerum við stjórnvöldum það ljóst? Eða verðum við að hafa hærra heldur en ESb¨sinnar svo þeir skylji að nú er mælirinn fullur!- Vaknið og takið til óspylltra málanna,lokið Schengen, endurheimtið andstyggilegu umsóknina í Esb;Strax. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2016 kl. 00:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skarpur pistill. Tek hjartanlega undir ályktanir þínar hér, Ívar, og með ykkur öllum.

Jón Valur Jensson, 20.7.2016 kl. 09:04

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir. Aðgerðarleysis- hópurinn í þessum málum er allt of stór enn.

Ívar Pálsson, 20.7.2016 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband