Lífið og freistingar símans

Throstur VisindavefurÍ blæjalogni, kyrrð og friði árla morguns við sumarbústað um daginn heyrðist mikill dynkur. Þröstur fullur af bláberjum misreiknaði sig eitt andartak, sá endurspeglun skógarins í rúðunni og flaug á glerið. Þarna lá hann á pallinum, hristist og engdist í dauðateyjunum, upp úr honum gekk og niðurúr, síðan kom lokaskjálfti og hann gaf upp andann. Þetta hafði nokkur áhrif á mig, þar sem ég hafði einmitt verið að dáðst að því á því augnabliki hve lífið getur verið yndislegt.

En sekúndurnar á flugi skipta máli og líka í bíl á ferð. Upp á síðkastið hefur það ítrekað gerst að síminn flotti reynist skeinuhættur þegar ökumenn nota hann í akstri. Þegar athyglin beinist að símanum leitar bíllinn út af akrein og ferðast í beinum línum sem eru leiðréttar af og til í stað þess að líða jafnt áfram í stöðugum bogum. Áður fyrr gerðist þetta ekki nema þá helst hjá konum á breytingaraldri og hjá bændum með derhatta, eða vegna slitinna stýrisenda bílsins. En nú er þetta hver sem er, ungi neminn sem freistast til þess að kíkja á nýja Snap-chattið eða t.d. stressaða viðskiptakonan að fá tölvupóstinn mikilvæga. Á mínum yngri mótorhjólaárum forðaðist maður flöktandi ökumenn eins og heitan eldinn, enda er ég á lífi og skrifa þessa grein.

Ekki reyna að senda SMS á ferð, takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HÆ ! ERU konur mestu sökudólgar umferðaróhappa- og kannski þessar á breitingaraldri ? Hvað með breitingaraldur karla ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.8.2016 kl. 19:58

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta átti ekki að líta á sem blákalda staðreynd frekar en bændurna með derhattana. Lýst var áliti ungs mótorhjólamanns sem varð til á þeim tíma þegar kasta mátti ýmsu fram í kerskni. 

Ívar Pálsson, 27.8.2016 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband