Flugvöllur og fleira á hreinu

Atta frambjodendurFrambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík blésu mér sterka von í brjóst í Valhöll í gær um að frelsisandinn sé enn sterkur og að fulltrúar okkar veljist á sigurstranglegan lista til Alþingis í komandi kosningum. Kynningarfundur Varðar í Valhöll var vel sóttur og var með bestu fundum, honum var vel stjórnað og hann var málefnalegur. Þingmennirnir veittu okkur hinum innsýn í málin og aðrir kynntu sig á líflegan hátt. Vandræðin eru þau að verða að velja átta manns úr þessum góða hópi. Svona eiga stjórnmál að vera.

Skýr svör

Spurningar úr sal leiddu skoðanir frambjóðenda skýrar í ljós og ég var feginn að skýr og afdráttarlaus svör fengust frá flestum í aðspurðum málum, eins og það hvort þau styddu flugvöll áfram í Vatnsmýri og hann fékk mjög afgerandi stuðning. En Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, sem stutt hefur Aðalskipulag borgarmeirihlutans með öllum sínum vegþrengingum, bílastæðaleysi og flugvallarleysi, ætlar að halda svo áfram, verði hún kosin. Hildur varði skoðanir sínar, sem snúast gegn samþykktum landsfundar flokksins, með tilvitnun í sannfæringu sína. Við hljótum að velja fólk á listann sem fylgir stefnu flokksins en ekki annarra flokka, annars hefur flokksstarf engan tilgang. Til þess eru einmitt prófkjör, að draga fram skoðanirnar frambjóðanda og það tókst á þessum fundi.

Yngsta fólkið fær mjög frambærilega fulltrúa í prófkjörið. 25 ára gamlir formenn Heimdallar (fyrrverandi og núverandi), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Albert Guðmundsson hafa mikið fram að færa.

Takið frá smá tíma til þess að fara inn á XD.is og Prófkjör, en umfram allt, mætið í prófkjörið! Sjáumst.


mbl.is Riftun samnings yrði umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Ágætt Ívar. Kerlingar hafa aldrei reynst til stjórnunnar vel fallnar, þó margt annað geri þær betur en við karlar.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.9.2016 kl. 11:08

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég stórefast um að eitthvað sé til í alhæfingu þinni Hrólfur. Þetta hlýtur að vera ögrandi húnversk kerskni til þess að rugga bátnum aðeins.

Ívar Pálsson, 1.9.2016 kl. 11:57

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ívar! vantar þig ekki vinnu á jarðýtu vestur í Ísafjarðardjúpi? Það pláss þar núna.

Eyjólfur Jónsson, 1.9.2016 kl. 13:31

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Eyjólfur, ég ætlaði einmitt að taka leigubíla- meiraprófið núna en ekki stendur til að fara á ýtu. Enn er einhver rækja til sölu, þó að ég fái hana ekki frá Ísafjarðardjúpi eins og forðum daga.

Ívar Pálsson, 1.9.2016 kl. 14:14

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allt í lagi Ívar,en leigubílar eru þægilegri en jarðýtur ágætur sálufélagi í mekkanóinu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 1.9.2016 kl. 14:41

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

En svo að maður fari nú að tala í alvöru um flugvöllinn í vatnsmýrinni,þessa megin samgöngu æða okkar íslendinga, að þá seturmann  hljóðan yfir dómgreindar skorti Reykvíkinga að hafa valið sér araba sem borgarstjóra.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.9.2016 kl. 15:05

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka kærlega fyrir ábendingarnar. Undanlátssemi ráðherra Sjálfstæðisflokkins í flugvallarmálinu hefur farið illilega fyrir brjóstið a mer. 

Ragnhildur Kolka, 1.9.2016 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband