Hrun Pírata vegna opinberunar stefnu þeirra?

Frettabladid kannad2016Píratar komu 94%-115% hærri út í könnunum í mars 2016 en í dag, sbr. línurit Fréttablaðsins. Fjölmiðlar ganga ekki á leiðtoga þeirra og spyrja hvað valdi þessu hruni, en gæti það verið að loksins opinberist fyrir kjósendum að það er ekkert sniðugt að kaupa köttinn í sekknum? Umbylting stjórnarskrár fyrir ESB- aðild er ekki vænlegur kostur og hvað þá vinstri bræðingur fyrirfram um skatthækkanir eða leynimakk. 

Getur verið að kjósendum lítist ekki á leiðtoga Pírata, enda vilja þeir sjálfir ekki leiðtoga, heldur ráð og nefndir? En ef þeir verða kosnir, þá verða þeir ráðherrar með völd, meðal annars Birgitta og Ásta Guðrún ESB. Hver veit hvaða ákvarðanir yrðu þá teknar?

Ögurstundin rennur upp

Píratar komust lengi vel og langt á innantómum slagorðum um borgararéttindi. Nú þegar ögurstundin nálgast virðast kjósendur sjá í gegn um þetta og skila sér vonandi í kjörklefann. Unga fólkið sem Píratar treystir á hlustar sem betur fer á það sem ungt Sjálfstæðisfólk hefur fram að færa um raunverulega framtíðarmöguleika í okkar ágæta samfélagi.

Mætum ungir sem aldnir og kjósum Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hrun, eða skekkjumörk?

Taktu samt eftir hvernig grafið speglast vel við fylgi sjálfstæpisflokksins.

Merkilegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.10.2016 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki viss um ESB ástríðu Birgittu, en hún var véluð til réttrúnaðar í stjórnarskrármálinu af lýðskrumi um auðlindaákvæðið. Það að allar auðlindir verði í þjóðareign.

Hún er þá helst að hugsa um að kommúnuvæða sjávarútveginn og hatast greinilega við hann. Það er þó staðreynd að í öllum lögum um auðlindir landsins er það undirstrikað að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Að setja það í stjórnarskrá breytir engu, en Píratar hafa einmitt helst sagt það hræðilegt að alþingi geti úthlutað auðlindum af geðþótta og vilja breyta því með að koma þeim í hendur fólksins að eigin sögn.

Skilningur á grunnstoðum stjórnsýslu og lýðræðis er enginn. Við það að setja þetta í stjórnarskrá breytist ekkert. Jón og Gunna kjosa sína fulltrúa til að gæta Þessara hagsmuna og ráðstöfunarvaldið verður áfram hjá þinginu og má segi að þetta undirstriki og festi enn frekar vald embættismanna og þings yfir ráðstöfun sameiginlegrar eignar.

Ef hægt verður að berja þetta inn í hausinn á henni, þá hafa Píratar ekkert megin baráttumál og átta sig kannski á því að stjórnarskrærmálið og lýðskrumið um sameign auðlinda er sama mál og ESB umsóknin. Óaðskiljanleg.

Að taka fram í stjórnarskrá að auðlindin sé sameign er bara tvítekning á því sem fyrir er í lögum og skaðlaust að láta það eftir þeim og senda þingið heim til að setja þetta inn.

(Allavega telur Birgitta að rjúfa þurfi þing og kjósa samkvæmt stjórnarskrá til að festa þetta í stjórnarskránni og virðist alveg oblivious um það að enn er inni bráðabirgðarákvæði sem heimilar henni að sitja áfram og boða til þjóðaratkvæða um breytingarnar fram í miðjan Júlí á komandi ári, nokkuð sem stjórnarflokkarnir samþykktu í bakherbergjum að tilstuðlan ekkiflokksins Bjartrar framtíðar, til að kaupa vinnufrið)

Á fundi um útvegsmál að frumkvæði Pírata í norrænahúsinu í gær láðist mönnum alveg að segja þessum krökkum að það breytir engu að setja ákvæði um þjóðareign í stjórnarskrá. Þetta er þegar lögvarið og ráðstöfunnarrétturinn verður eftir sem áður hjá sama fólkinu, hinum "misvitru" stjórnmálamönnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 02:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru svartar framtíðarhorfur ef hætta er á að Steingrímur fái fjármálaráðuneytið aftur og að Svanur Kristjánson verði höfuðráðgjafi Pírata bakvið tjöldir um sjávarutvegs og auðlindamál. Held að fólk átti sig ekki á hvað það er að kjosa í skoðanakönnunum. Hér verður sviðin jörð áður en kjörtímablið er hálfnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 02:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Braðabirgðarákvæðið um þjóðaratkvæði nær raunar ekki nema til 30 apríl, n.k. Og hljoðar svona:

" [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst  2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Til þess að frumvarpið teljist samþykkt þarf það að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þó minnst atkvæði 40 af hundraði allra kosningarbærra manna, og skal það staðfest af forseta lýðveldisins og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórnarskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa."

Þarna er skýringin á upphlaupinu sem þurfti til forða því að núverandi ríkistjórn sæti út kjörtímabilið. Sigmundur var bara notaður sem átylla ranglega til að hleypa öllu í bál og brand svo menn kæmust að og gætu nýtt sér þetta vafasama ákvæði.

Það þarf að troða í gegn ákvæði um framsal ríkisvalds áður en hægt verður að taka upp þráðinn í "samningum" aftur. Ekki er leyfilegt að fara í aðlögunarviðræður né opna kafla er varða framsal fyrr en þessu verður komið í gegn. Skýrsla feneyjanefndar um nýju stjórnarskrártillögurnar 2013 stoppaði bæði málin á sama tíma 2013 og það var ekki frumkvæði Össurar að "setja á ís" heldur ESB. málið er í lás þangað til að búið er að heimila framsal rikisvald skilyrðislaust í stjórnarskrá. Um þetta snýst málið í raun og veru, en þjóðin virðist algerlega clueless um þessar staðreyndir, enda hefur hún þurft að þola leynd og blekkingar allt frá byrjun árs 2009 og veit ekki sitt rjúkandi ráð, þótt 70% séu og hafi verið á móti ráðahagnum frá upphafi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 03:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona byrjaði þetta:

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Skýrsla og álit Feneyjanefndarinnar um stjórnarskrárdrögin 2013 sem gaf þessu plaggi falleinkun sem ónothæft í upphaflegum tilgangi að greiða leið aðlögunnar:

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Stjórnarskrárdrögin til Samanburðar við álitið sem felldi þau:

 http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/

Rétt að nefna að skoðanakönnun sem kölluð var þjóðaratkvæði um stjórnarskrá nefnir atriðið um framsal ekki einu orði í sex þokukenndum spurningum.

Lög um stjórnlagaþing frá Jóhonnu lögðu línurnar um hverju þyrfti að breyta í 8 liðum. 7. Liðurinn varðar einmitt framsal ríkisvalds og er likilatriði. Allt annað er leikmynd og lýðskrum, svona er dagskipunin í lögum um stjórnlagaþing:

1.Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.

2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.

3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.

4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.

5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.

6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.

8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

 

Svona voru svo spurningarnar í meintri þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.:

1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

 

Ágætt fyrir menn að halda þessu til haga þegar glíman um stjornarskránna hefst.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 03:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsaka að hlekkur 2 varð endurtekning á hlekk á undan, en hér er Skýrsla feneyjanefndarinnar um stjornarskrárdrögin fra 2013:

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 03:25

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek það fram að menn þurfa að vera sæmilega að sér í diplómatadjargoni til að bera saman stjórnarskrártillögurnar og dauðadóm Feneyjanefndarinnar. Það er þó auðvelt að bera þetta saman þar sem skýrslan vísar beint í hverja grein tillagnanna og gefur dóm um hverja og eina. Skýrslan fordæmir ekki bara of marga fyrirvara á framsalsákvæðum heldur hnýtur í gengisfellingu á valdi forseta og lesa má milli lína að menn eru ansi kímnir í gagnrýninni og þykir þetta plagg varla vert alvarlegrar umræðu, svo vitlaust er það. Einnig er hnýtt í mannréttindakafla og fleira og fátt ef nokkuð fær góð meðmæli.

rétt er einnig að nefna að í árslok 2008 var send beiðni héðan til feneyjanefndarinnar. Um það hvernig mætti aflæsa stjórnarskránni og komast hjá ákvæðum um tveggja þinga samþykki m.a. en þá var markmiðið hraðferð inn í sambandið á 6-12 mánuðum.

Sú skýrsla barst 2010 frá Feneyjanefndinni og ekki hægt annað en að lesa háðung og furðu út úr orðum þeirra yfir áætlunum um að sniðganga lýðræði pg lög.

Þessi skýrsla fór að sjálfsögðu aldrei hátt og var raunar aldrei nefnd í fjölmiðlum að ég best veit, en sýnir ófyrirleytnina og leyndarhjúpinn sem einkenndi þetta mál frá upphafi. Ég bað utanríkisráðuneytið um afrit að erindinu sem varð kveikjan að þessari skýrslu en hef ekki fengið enn og hlaut frekar dræmar viðtökur þótt ég vísaði í upplýsingalög.

Hér er sú skýrsla:

http://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2010)001-e

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 03:54

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásgrímur, þetta er líklega grín með skekkjumörkin. En með speglunina, Píratar hafa einmitt fóstrað sína markaðssetningu sem vegasalt gegn XD, þótt þeir berjist ekki beint um kjósendur við þá. 

Jón Steinar, takk fyrir ítarlega og þarfa greinargerð. Tenglana verður maður svo að skoða í betra tómi, en því miður er tíminn að renna frá okkur öllum, þar sem kosningar til dómadagsendaleysu nálgast, nema að fólk flest fái skynsemiskast á elleftu stundu og kjósi Sjálfstæðisflokkinn. 

Ímyndunin að ný stjórnarskrá hafi verið hrist út úr erminni í vinstri áfallatímanum eftir Hrun er ansi lífsseig. Hæstaréttardómarar gætu ekki farið eftir þessu plaggi sem æðstu löggjöf, enda yrðu þeir ekki slíkir ef Píratar og Samfylking fá að ráða, heldur Næst-Hæstiréttur Íslands (undir ESB).

Ívar Pálsson, 27.10.2016 kl. 10:23

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásetningur RUV að koma höggi á ríkistjórnina opinberaðist skemmtilega á kvennafrídaginn þar sem fyrirsögn segir að konur séu með 10% lægri laun en karlar.

Þegar svo fréttin er lesin kemur í ljós að vinnutími er ekki tekinn inn í útreikningana. Þannig að vísvitandi er ruglað saman launum og tekjum til að mála sem svartasta mynd. Menn eru svo á nálum yfir valdi RUV að ég sá engan voga sér að benda á þennan augljósa spuna.

Nú er kominn tími á að stokka upp í þessari stofnun og senda æviráðna kommaklíkuna heim og fá hlutlausara fólk þar inn ella loka henni.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband