DCB stjórn ef Bjarni er ákveðinn áfram

XD falkinn merkiTil hamingju Ísland með niðurstöður kosninganna. Stjórn Sjálfstæðisflokks með Framsókn og Viðreisn er rökrétt framhald, en einungis ef ESB- þjóðaratkvæðagreiðslan sem Viðreisn mun örugglega krefjast verður á þessa leið: "Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?"

Þjóðaratkvæðagreiðsla skýrt orðuð

Bjarni Benediktsson formaður hefur sem betur fer verið mjög ákveðinn í að ESB- spurningin yrði álíka orðuð ef til þessarar þarflausu þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Ekki má gefa neitt eftir í því, þar sem endalaust miðjumoð mun annars standa þeirri stjórn fyrir þrifum.

Ekki Viðreisn með utanríkisráðuneyti

Annað sem athuga þyrfti er að ef Viðreisn fengi utanríkis- ráðherraembættið (sem síst skyldi), þá geirneglir embættismannakerfið allar ESB- tilskipanir sem eftir eru ósamþykktar í gegn um EES og hefur þannig náð sigri inn um bakdyrnar. Öllu farsælla yrði ef t.d Framsókn næði að krefjast þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir héldi áfram sem utanríkisráðherra, enda ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur fengi forsætis, fjármála- og utanríkisráðuneytin öll.

Ef Forseti Íslands afhendir ekki Bjarna Benediktssyni umboðið til stjórnarmyndunar, þá er eitthvað að.


mbl.is Forsætisráðherra biðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Bjarta framtíð mynda meirihluta. Framsókn fær eitthvað mjúkt ráðuneyti og Óttar Menntamálaráðuneytið.

Ég treysti Benedikt ekki yfir þröskuld. Hann hefur svo gefið það út að hann ætli ekki að vinna með sjálfstæðisflokki og framsókn, ekki með pírötum og ekki með vinstri grænum, þar með er hann heimaskítsmát með yfirlýsingar aínar í dag.

Viðreisn passar ekki í neitt mynstur. ESB er ekki á stefnu neinna flokka með vægi, þvert á móti.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 17:43

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Steinar: Benedikt og Þorgerður Katrín hafa í raun skýrt markmið um ESB- aðild, upptöku Evru eða amk. EES- fylgni sem kemst eins nálægt ESB- aðild og hægt er að fara.

Þessi DAB stjórn þín er vænleg, en Björt Framtíð verður að vera ansi stöðug ef þau ætla ekki að hlaupa útundan sér í einstökum málum í anda "nýrrar stjórnsýslu".

Ívar Pálsson, 30.10.2016 kl. 19:16

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er sammála ýkkur með DBA stjórn. Benedikt starfar samkvæmt "agenda" sem hann vill þó ekki nefna á nafn. Það er erfitt að eiga í samskiptum við svoleiðis menn. Gallinn við Framsókn er að enginn veit hvort þar er einn eða tveir flokkar á ferð.

Ragnhildur Kolka, 30.10.2016 kl. 21:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Halldór Jónsson verkfræðingur, nefndi þetta ríkisstjórnarform strax í morgun og ég er honum algjörlega sammála í því.  Mér finnst þetta form alveg borðleggjandi hann gekk meira að segja svo langt að kalla þessa ríkisstjórn DABba.

Jóhann Elíasson, 30.10.2016 kl. 21:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú miskilur mig. Ég veit að Viðreisn var stofnað gagngert til baráttu fyrir evrópusambansaðils. (Ég er í kjördæmi Benna)

Benni passar ekki inn í nokkuð munstur af því að enginn annar er með þessar áherslur sem þeir hafa.

Þeir ætla að lauma þessu inn með þvaðri um myntráð og fastgengisstefnu. Svona Harakíri pólitík með barbabrelluívafi. Ég vil ekki sjá meira af svona kafbátum í íslenskri pólitík. Það er komið gott eftir átta ára terrorisma Samfylkingarinnar sálugu.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 23:31

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú er sú gamla grýla dauð og landinn hefur lært að varast afturgöngurnar þegar þær rísa upp og vega ísmeiglega í sama knérunn. Átta ár í umsátri! Og við höfum varist allan tímann.        

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2016 kl. 01:37

7 Smámynd: Elle_

Já Grýla er næstum dauð og Össur úti.  Svo er ég sammála Jóni Steinari um Benedikt og flokk hans, treysti alls ekki Benedikt og kafbáti hans yfir þröskuld.  Vonandi verður þeim haldið með Grýlu og Pírötum utan ríkisstjórnar.  

Elle_, 31.10.2016 kl. 06:00

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

X. kafli. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldihótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt... Sem fyrnist aldrei. 

Ég hélt að Íslendingar hvað þá alþingismenn og tilvonandi vissu þetta.

Valdimar Samúelsson, 31.10.2016 kl. 12:40

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Valdemar eg held að þetta hafi  þráfaldlega rætt og ritað og þessi kafli stjórnarskrárinnar verið sýndur.íslendingar eru bara ekki refsiglöð þjóð,en ef hún refsar mildar eitthvert stjórnvaldið það á leiðinni til fangelsis... Við höfum líka eldrauðan saksóknara sem dæmir eftir geðþótta.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2016 kl. 13:46

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já rétt Helga. Málið er að mér finnst að það ætti að taka þetta mál upp án þess að markmiðið sé að refsa og sína að þessi lög virka og að Landráð sé brot á bæði stjórnarskrá og hegningalögum.

Valdimar Samúelsson, 31.10.2016 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband