Fulltrúi loftslagsþvælusinna á MBL bítur frá sér

orange bylgja clkerComEftirköst forsetakosninganna í Bandaríkjunum eru helst þau að nú er stungið út á andartaki mikið af taðinu sem hefur hlaðist upp óhindrað á fjölmiðlum síðustu árin og hin sanna ásýnd kemur í ljós. Vandlætingarbylgjan sem gekk yfir miðborgar- kratabyggðir vestræna heimsins þegar Trump var kosinn forseti BNA ætlar ekki að hjaðna á þeim slóðum, á meðan viðskipta- og efnahagslífið beggja vegna Atlantsála tekur niðurstöðunni fagnandi með jákvæðum metniðurstöðum.

Í sárum

En eftir standa í sárum sínum rammhlutdrægar blaðakonur eins og Hólmfríður Gísladóttir á Morgunblaðinu, sem RÚV tæki fagnandi með allt sitt tal um „alþjóðasamfélagið“, rasista, karlrembur og popúlista.  Þegar henni er bent á það á blaðinu að gæta hlutleysis, þá bætir hún í fordómaflórinn í Pistli sínum í dag og kallar verðandi forseta BNA öllum illum nöfnum, m.a. lygara.  Getur það verið af því að hann tekur á helstu málum sem hann er kosinn til að gera? Innflytjendavandi og atvinnumál, líka samkeppnishæfni sem óendanlegur og ómálefnalegur áróður loftslagþvælusinna gengur gegn.

Glanspappír

Vissulega pakkar Trump ekki orðum sínum í glanspappír eins og friðarverðlaunahafinn Obama, sem jók herstyrkinn strax við embættistökuna eða frú Clinton, sem hlakkaði í þegar forseti Líbíu var drepinn með þeim afleiðingum að það samfélag hrundi til grunna. Þau sem til þekkja fyllast nú trausti á verðandi forseta Bandaríkanna, ekki vegna silkimjúkrar tungu hans, heldur því hverju hann muni raunverulega geta áorkað fyrir bandarískan almenning. Þjóðir kjósa sér nefninlega leiðtoga fyrir sig, ekki fyrir allan heiminn til þess að bjarga honum með rétttrúnaði sínum um það hvernig sjö milljarðar manna eigi að hegða sér.

Alþjóðasamfélagið

Blaðamenn eins og áður eru nefndir ættu að kynna sér tal leiðtoga annarra 180 landa í SÞ alþjóðasamfélaginu sem þeir dá, þar sem saman eru komnir t.d. leiðtogar herskárra múslimaþjóða og einræðisherrar sem myndu aldrei sætta sig við tal frústreraðs fólks í mesta jafnræðis- og kvenfrelsislandi í heimi. Aðgerðir verðandi Bandaríkjaforseta skipta meira máli en hrjúft orðafar hans. En fordómafullur Samfylkingarvaðall sumra blaðamanna á Morgunblaðinu er óþolandi.


mbl.is Vilja til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar ábendingar hér, Ívar, og ekki í fyrsta sinn! 

Jón Valur Jensson, 26.11.2016 kl. 11:14

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir þennan hreinskilnast pistil, Ívar. Mér vað svipað innanbrjósts þegar ég las þessa foráttuþvælu. Fullorðið fólk sem þarfnast áfallahjálpar vegna niðurstöðu lýðræðislegra kosninga í öðru landi er varla starfi sínu vaxið. Það var líka merkilegt að sjá viðbrögð blaðamannsins við tilmælum um að gæta hlutleysis. Þau staðfesta ásetning blaðamannsins til "skapandi" skrifa frekar en að segja frá á hlutlausan hátt. Vinstrimenn eru fastir í forarpytti sinna eigin fordóma og hafa ekkert lært af þessum úrslitum. 

Ragnhildur Kolka, 26.11.2016 kl. 11:34

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir, Jón Valur og Ragnhildur. Ég hélt að það nægði að fá ekki Fréttablaðið inn fyrir mínar dyr og kveikja ekki á RÚV til þess að fá frið fyrir réttrúnaðinum, en hann læðir sér samt í Moggann og eykst ef eitthvað er.

Ívar Pálsson, 26.11.2016 kl. 17:41

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ívar tek undir það sem bæði Jón Valur og Ragnhildur segja.

Það er hér heil kynslóð sem gætu komið öllum í fangelsi vegna laga og ef ég má kalla það rasista lög. Það ætti í raun að fá ritskoðun á allt sem skrifað er hér og líklega er það gert.   

Valdimar Samúelsson, 26.11.2016 kl. 20:04

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir með ykkur öllum, hvað varðar vonbrigðin um gæði og trúverðugleika blaðasnápa Mbl.

Það undrar mig þó mest að það sé einungis barnaleg túlkun og afstaða starfsfólks blaðsins til erlendra málefna, sem fer fyrir brjóstið á ykkur, því af nógu er að taka beint fyrir framan nefin á okkur hér á skerinu – þó lítið eða ekkert sé fjallað um þau mál hér á síðum þessa blaðs sem blessunarlega er þó ekki eina aðgengilega fréttaveita okkar.

Jónatan Karlsson, 27.11.2016 kl. 10:33

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða (innlendu) mál ertu þá að ræða, Jónatan? Hælisleitendanna?

Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 00:41

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jónatan, almennt er ég mjög ánægður með blaðamennsku Morgunblaðsins.

Ívar Pálsson, 28.11.2016 kl. 00:48

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það á við um fleiri. laughing

Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband