Suður- Evrópa framtíðarlítil

Atvleysi EurostatU25 MBLSuður- Evrópa, sem er drjúgur hluti ESB og sérstaklega Evrusvæðisins (sjá myndir) er ólíkleg til þess að rífa sig upp úr efnahagsdrunga þeirra, þar sem t.d. 25-47% ungs fólks undir 25 ára er atvinnulaust. Á Íslandi er hinsvegar sautjándi hver í þessum hópi atvinnulaus, sem er ansi nálægt vinnuaflsskorti.

Nær tífalt fleiri ungar konur (U25) eru atvinnulausar á Grikklandi en á Íslandi, en sá hópur á Ítalíu er "aðeins" 4,5 faldur á við Ísland.

Frakkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og Grikkland eru samanlagt stór hluti Evrópu og fær flóttamannastrauminn yfir sig þar að auki alla daga. Hróplegt ósamræmi er á milli þessa hóps og Þýskalands varðandi atvinnuleysi og efnahag yfirleitt. Þessi ríki geta ekki fellt Evru- gengið, sem þörf er á til þess að rétta hvert land af og því kemur það m.a. út í atvinnuleysi. Ef Ítalía fær líruna aftur er talið að gengið félli um 30-40%, því að löng uppsöfnuð spenna hefur myndast á tíma þeirra í Evrunni.

EU zone groupsBúist er við 10-15 milljónum atvinnulausra hælisleitenda inn í ESB á næstu árum í viðbót við þær 15 milljónir atvinnulausra sem fyrir eru. Hagvöxtur er nær enginn í Suður- Evrópu en um 4-5% á Íslandi. Hvernig dettur einhverjum sem þekkir tölurnar enn í hug að Íslandi beri að ganga í ESB og taka upp Evru?

Óskiljanlegt er að töluglöggt fólk í forsvari í samtökum í atvinnulífinu skuli enn hamra á ESB- aðild, þegar þessi fámenna þjóð okkar er núna með öll Trump á hendi, sama hvert er litið. Orkuframleiðsla, auðlindastjórnun, glæpaleysi, kvenfrelsi, tekjujöfnuður, allt er þetta á besta veg og jafnvel númer eitt í veröldinni. Hví að glutra því niður? Birgitta hefur eflaust svar við því.

 


mbl.is Atvinnuleysi ungs fólks langminnst hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Góð samantekt hjá þér, þetta töluglögga fólk í atvinnulífinu sem þú minnist á þinni grein er því ekki því ekki bara slétt sama um öll samfélagsleg gildi? helst að rústa öllu slíku til að ná niður launakostnaði og réttinum vinnandi manna.

Hrossabrestur, 3.12.2016 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband