Hugmyndafræði haftanna ræður

LockedDagur borgarstjóri Reykjavíkur og hópur hans stjórnar málefnum borgarinnar eins og honum finnst að þau ættu að vera en ekki eins og þau eru eða að farið verði eftir vilja borgarbúa. Daglegum bílferðum í borginni fjölgaði um 12.000 bíla á milli ára á meðan borgin fer eftir sínum gömlu áætlunum um breyttan lífsstíl, sama hvað fólkið eða viðskiptalífið vill. Samkvæmt planinu eigum við að vera komin niður í um 68% bílnotendur og stefna niður, en erum um 80% og stefnum upp.

Þrengja að og þröngva

Meirihlutanum í borginni finnst allt í lagi að leggja alltof lítið af þunnu malbiki blönduðu með jurtadrullu, þegar þörf er á gömlu þykktinni og grjóthörðu tjörublöndunni, ásamt því að leggja fleiri kílómetra í takt við aukið álag. Átak þarf að eiga sér stað í bílastæðamálum vegna fjölgunar bíla, ferðalanga og fólks í verslunar- eða skemmtierindum í þeim góða hagvexti sem við njótum. En borgin svarar með því að þrengja götur, fækka bílastæðum, þétta byggð með bílastæðalitlum húsum og búa til neyð hjá vegfarendum. Síðan hækkar hún svo sektir um tugi prósenta þegar næsta stæði er úti í hafsauga.

Lokað á viðskiptin

Síðan þegar verslunareigendur við Laugaveg horfa fram á hugsanlega gósentíð, þá lokar Dagur götunni (en var búinn að tryggja að enginn gæti lagt í næstu götu samsíða, Hverfisgötu) og þá var draumurinn búinn. Vonlaust er að stunda viðskipti þegar svona pólitíkusar hunsa þarfir borgaranna og þröngva sínum ídealisma upp á þá á þeirra kostnað. Gjarnan eru haldnir svokallaðir samráðsfundir, sem er enn ein leiðin til þess að láta eins og hlustað sé á þegnana, á meðan valtað er yfir þarfir þeirra.

Áður réð Dagur þessu í gegn um Besta flokkinn og nú í leifum af Samfylkingu, en með hjálp vinstri flokksbrota. Ætlar fólk að leyfa honum að halda svona áfram með borgina í tóma steypu?

 

 

 

 


mbl.is Mótmæla lokun Laugavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hefur þú íhugað að bjóða þig fram til setu í borgarstjórn. Þú átt mitt atkvæði.

Ragnhildur Kolka, 8.12.2016 kl. 10:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir traustið, Ragnhildur. En sjálfskvalaráráttan væri komin á alvarlegt stig ef ég færi þar inn, sérstaklega núna þegar fjölga á borgarfulltrúum í algeru tilgangsleysi.

Ívar Pálsson, 8.12.2016 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband