Hægri miðja fjarlæg, en sækir á

Rautt blattNýjustu niðurstöður gefa einhverja von um það að kjósendur til Alþingis afhendi ekki völdin í góðærinu til römmustu sósíalistanna. Stórn Sjálfstæðis- Mið og Framsóknarflokks næði ekki meirihluta svona og kjósendur þeirra þyrftu því að mæta vel eftir viku til þess að ná hægri miðjustjórn.

Viðreisn ekki með

 

Viðreisn er ekki stjórntæk eftir að Benedikt var bolað í burtu, enda var Þorgerður Katrín virk í að fella stjórnina sína með tilsvörum sínum, sem óma skæran vinstri tón í seinni tíð. ESB- þráhyggjunni linnir ekkert á þeim bænum og hlýtur Þorgerður Katrín því að kætast yfir gangi skoðanasystkina sinna í Samfylkingunni. Óráðlegt er með afbrigðum að hafa Viðreisn með í hægri miðstjórn, sem sést líka á aðförum Þorsteins Pálssonar, þegar hann einhenti sér í að slíta sáttanefnd um sjávarútveg.

Afgerandi niðurstaða

Píratar væru sannarlega ekki stjórntækir í hægri miðstjórn, hvað þá í oddaaðstöðu á þingi. Því liggur þetta alveg fyrir: Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að fá umboð til stjórnarmyndunar, annars tekur vinstri óreiðustjórn við taumunum með fyrirsjáanlegum afleiðingum.

 


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður á mann aðferðin reynist best fáist menn til að hlusta á staðreyndir; um fáheyrð undirferli vinstri flokkanna,sem skálda og sviðsetja venjuleg viðskipti andstæðinga sinna til að gera þá ótrúverðuga.- Margir hafa ekki hugmynd um þetta,þeir lesa ekki raunsanna pistla Mbl.bloggara sem ekki er hægt að véfengja.þakka fyrir þá alla og vitna í þá.
    M.bestu kveðju og góðri kosningu fyrir Ísland.     

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2017 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband