Samfylking og VG vilja völlinn burt

IMG_6824Fulltrúar Samfylkingar, VG og Pírata beruðu sig gersamlega í flugmálum á opnum fundi áðan, sérstaklega vegna Reykjavíkurflugvallar. Píratinn lýsti strax yfir að flokkurinn hefði ekki mótað neina stefnu í þessum málum og hún var þar með úr leik.

Engin sátt

Fulltrúi Samfylkingar stóð í hörðum bardaga við fundarmenn, þar sem hún ítrekaði að þau vildu flugvöllinn burt, aðallega til þess að ná í dýrar lóðir. Kaldhæðnin náði hámarki þegar hún sagðist vilja víðtæka sátt, þá var hlegið við. Varla verða þær dýru lóðir seldar ungu fólki, sem kysi Samfylkinguna einmitt til þess að ná í þær.

VG og kolefnislosun

Fulltrúi Vinstri Grænna vildi líka sátt, en völlinn burt! En aðaláhersla hennar var á það að flug veldur kolefnislosun og beri því að endurskoða með sjálfbærni í huga. Skilja mátti að flug eins og það er í dag er ekki hátt skrifað hjá VG. Líkt og Samfylkingarkonan minnast þær á dóm Hæstaréttar um neyðarbrautina og að Reykjavíkurvöllur verði lagður niður þegar annað flugvallarstæði finnst í staðinn. Afgerandi staða fékkst ekki úr Viðreisn um málið, nema þessi sama setning um annan flugvöll fyrst.

Fylgja fluginu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Gunnarsson samgönguráðherra), Miðflokksins og Framsóknarflokksins héldu allir skeleggar ræður um gildi flugsins fyrir Reykjavíkurborg. Því er engum vafa undirorpið að þessir aðilar vilja fluginu vel.

Tapar flugi

Vinstri vængur stjórnmálanna er brotinn í raun þegar kemur að flugi, það kom skýrt fram, þar sem enginn skilningur á mikilvægi þess er þar fyrir hendi. Reykjavíkurflugvöllur er gríðastór vinnustaður þegar allt er tiltekið og fórnin er mikil að láta hann fara annað, líka með tilliti til neyðarþjónustu og ekki síst í almannavörnum, þegar allt annað þrýtur.

En eftir tvo daga getur verið kominn meirihluti á þingi sem er staðráðinn í því að færa flugið út úr Reykjavík. Ekki hjálpa þeim til þess.


mbl.is Fundað með frambjóðendum um flugmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef það skeður Ívar, þá er eitthvað mikið að þjóðinni.

Ég trúi því ekki að þjóðin sé haldinn slíkri sjálsfeyðingarhvöt

að vilja vinstri flokka á þing og í stjórn.

Eru bara allir búnir að gleyma þeim verstu árum sem

almenningur lennti í vegna VG eftir hrunið...??

Þessar þúsundir fjöldskyldna þurftu að yfirgefa

landið vegna þeirra gjörða. Þær gleyma því aldrei.

Vill þjóðinn tapa fleiri íslenskum fjöldskyldum úr landi

og fylla upp í tómið með flótamanna og hælisleitendum..??

Ef svo fer, að hér verður aftur vinstri stjórn, þá á þjóðinn

ekkert betra skilið og þýðir þá ekkert að kvarta eftir á.

FLugvöllurinn fer í burtu. Skattar hækkaðir. Fleiri flóttamenn

og hælisleitendur munu sjúga út peninga sem ætti að fara

í íslendinga sem á þeim þurfa að halda. Aldraðir og öryrkjar

geta farið að leita til rauða krossins og hjálpar starf kirkjunnar.

Þeir sem þurfa svo á bráða hjálp að halda verða að sækja það

erlendis vegna þess að flótta og hælisleitendur ganga fyrir, frítt.

Það er eitthvað mikið rotið í ríkinu Íslandi, þegar þess eigin

þegnar eru látnir sitja á hakanum.

Við erum svo góð. Bara ekki við okkar fólk.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.10.2017 kl. 23:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 VG, Samfylking og fleiri vilja ekki fljúga, því það skaðar kolefnis........

 Þversögnin og glórulaus framsetning þessara flokka, er svo fáránleg og ruglingsleg, að ég efast um að þetta fólk viti yfir höfuð, hvað það er að bulla. 

 Ef flugvöllurinn skal burt, þarf þá ekki Reykjavíkurborg að greiða einhverjar bætur? Hefur einhver hugsað út í það hvað þær gætu orðið miklar? Miðað við fjárhagsstöðu borgarinnar, undir stjórn þessara mannvitsbrekkna, er tæpast mikið til skiptanna, í skaðabætur.

 Heldur fávís borgarstjórnarmeirihlutinn  að hægt sé að henda einu stykki flugvelli, eitthvað út í buskann, án bóta?

 Ef hann heldur það, undirstrikar það fávisku og algert þekkingarleysi, auk "dass" af heimsku. Ef landsstjórnin á að lúta þessum fíflagangi, má Guð svo sannarlega blessa Ísland!

 Góðar atundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2017 kl. 02:22

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurður Kristján og Halldór Egill, ég tek undir áhygggjur ykkar af því að afhenda stjórn þess sem hefur tekið 100 ár að byggja upp, til fólks sem ber ekkert skynbragð á mikilvægi uppbyggingarinnar eða hvernig fara skuli með svona mikla hagsmuni eins og flugið í Reykjavík. 

Borgarstjórnar- meirihlutinn þrengir að flugvellinum úr öllum áttum og nú síðast með hönnun nýs Skerjafjarðar, sem miðar enn við að flugvöllurinn fari, þó að nýr völlur annars staðar sé hvergi í sjónmáli. Bætur yrðu ekki greiddar til nokkurs aðila. En Vinstri græn virðast bara hafa áhyggjur af stöðu kolefniskvótans, sem þau skáru sjálf niður þegar ákveða ætti hver hann ætti að verða!

Ívar Pálsson, 27.10.2017 kl. 10:38

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fulltrúi Vinstri Grænna vildi líka sátt, en völlinn burt! En aðaláhersla hennar var á það að flug veldur kolefnislosun og beri því að endurskoða með sjálfbærni í huga.

Vinstri öflin tala digurbarkalega um sátt, svo lengi sem farið er að vilja þeirra. Hvílíkt bull.

Halda Vinstri grænir að með því að flytja flugvöllinn verði engin kolefnislosun?

Eigum við virkilega von á að fólk sem talar á þessum nótum muni taka við stjórnartaumum þjóðarinnar?

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2017 kl. 10:50

5 Smámynd: Baldinn

Þið bullið mikið strákar.  Reykvikingar kusu flugvöllinn burt í kosningu hér um árið.  Úrslit kosninga skal virða sama hvort ykkur líkar það eða ekki.

Baldinn, 27.10.2017 kl. 11:54

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldinn, yfirlýsingar um bull eru yfirleitt markleysan sjálf. Kosningin sem þú vitnar í var hunsuð af drjúgum þorra íbúa (mér þ.á.m.) þar sem sú framkvæmd var verulega villandi og vankynnt, enda kusu aðeins 14.913 manns flugvöllinn burt:

Úr MBL....vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni.

Ívar Pálsson, 27.10.2017 kl. 16:38

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki var spurt: Vilt þú leggja Reykjavíkurflugvöll niður? Það gæfi alltof afgerandi neitun. Svo voru engir nema Reykvíkingar spurðir, ekki Stór- Reykjavíkursvæðið, Seltirningar eða landið allt. Það gæfi alvöru neitun.

Ívar Pálsson, 27.10.2017 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband