Helmingur VG-kjósenda étur ESB-hattinn

ESB hatturValkostirnir núna eru hægri miðjustjórn leidd af Sjálfstæðisflokki eða vinstri stjórn leidd af Vinstri grænum. En í þeirri vinstri er kötturinn í sekknum ekki aðeins Steingrímur J. Sigfússon, heldur umsókn um aðild að ESB.

Augljóst er að Samfylkingin krefst þeirrar umsóknar og VG samþykkir með því að koma fyrst með þjóðaratkvæðagreiðslu með leiðandi spurningunni: Vilt þú að viðræður um aðild að ESB hefjist að nýju? Ekki yrði spurt um viljann til þess að ganga í ESB, því að þjóðin vill ekki þangað inn.

Þar með er kjarninn í Vinstri grænum, helmingurinn, búinn að fórna prinsippunum fögru um sjálfstæði. Öll sagan endurtekur sig eins og árin 2009-2013, þegar innanbúðarvígin voru á fullu á bakvið tjöldin. Viðreisn gengur glöð inn í þennan pakka. Forðum þjóðinni frá öllum þessum illindum.


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef Íslenska þjóðin kýs yfir sig vinstra slektið..!

Verpi þeim að góðu.

Það þýðir ekkert að koma til baka og segja

"ég hefðu betur kosið eitthvað annað"

Þetta er valið á morgun.

Hagsæld eða vesæld.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.10.2017 kl. 19:32

2 Smámynd: Aztec

Ég hef verið að trufla svolítið þetta fólk sem stendur á almannafæri og er að kynna flokkana Samfó og VG. En um leið og maður fer að benda þeim á villu vega þeirra, verða þau móðguð og neita að tala meira við mann.

Svona er að þurfa að verja vondan málstað, engum haldbærum rökum til að dreifa, einungis hræsnisfullum kjaftavaðli og innihaldslausum loforðum, eins og nokkur megni að gleyma hinum glötuðu árum 2009-13 þegar allt var gert til að viðhalda kreppunni.

En þau hafa fullan rétt á því að móðgast. Og ég hef fullan rétt á því að móðga þau.

Aztec, 27.10.2017 kl. 19:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Aztec -- vel mælt líka, Ívar, svo sannarlega.

Og góðar eru lokaábendingar Sigurðar Hjaltested.

Jón Valur Jensson, 27.10.2017 kl. 22:48

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vilt þú að viðræður um aðild að ESB hefjist að nýju?

HVAÐ er svona leiðandi við þessa spurningu? Og EF þjóðin væri spurð og meirihluti myndi svara spurningunni játandi, hvað er svona hræðilegt við það??

Skeggi Skaftason, 28.10.2017 kl. 16:43

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Skeggi, umsókn um aðild að ESB krefst þess að skýr vilji sé til þess hjá þjóðinni að verða ESB- ríki. Þá hefur ríkisstjórn Íslands umboð fólksins til þess að semja fyrir þeirra hönd. En ef þegnarnir eru einungis spurðir hvort fara megi í viðræður, kíkja í pakkann eða aðrar blekkingar, þá verður svar þjóðarinnar ekki afgerandi. Þokukennd spurning gefur þokukennt svar.

Ívar Pálsson, 30.10.2017 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband