Ísbirnir bjarga sér

Isbjörn myndEin helsta bábilja BBC og annarra í Hópi um heimshlýnun af mannavöldum er sú, að ísbjörnum sé að fækka. En þar sem ekki er rétt að fullyrða það, þá er það gefið í skyn með því að benda á líkamlegt ástand ísbjarna á einu af nítján svæðum þeirra undirtegunda á norðurheimskauts- svæðinu. Sannleikurinn er sá, að heildarfjöldi ísbjarna hefur staðið í stað í áratugi og þeir blómstra á sumum stöðum.

Veiðin ræður

Það sem hefur helst ráðið fjölda ísbjarna er veiði og veiðikvóti. Noregur og Manitoba- fylki Kanada banna slíkar veiðar, en annars staðar halda frumbyggjar norðursins áfram veiðum undir eftirliti. En ímyndin sem BBC og Co. heldur á lofti, er í Youtube- myndbandinu af fárveikum ísbirni við dauðans dyr að leita sér fæðis, við það að falla úr hor. Þannig næst að halda þeim þætti réttrúnaðarins á lofti með villandi frásögnum af einhverjum hörmungum, sem er bara náttúran að hafa sinn gang.

 


mbl.is Hungrið sverfur að hvítabjörnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ívar þetta er hár rétt hjá þér. Það er sagt að þeim fjölgi við Baufortshafið vin N Alaska.

Valdimar Samúelsson, 7.2.2018 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband