Nú taka þau birtuna líka

MorgunSosialistansSósíalistar vilja ekki að við græðum á daginn og núna heldur ekki að við grillum á kvöldin. Hafa skal af Íslendingum síðdegis- og kvöldbirtuna svo að 4% þeirra sjái betur niðurgreidda strætóinn sinn koma aðvífandi á morgnana. En fórna skal öryggi og lífsgleði barnanna í eftirmiðdaginn og á kvöldin, vor og haust, þegar mest á reynir.

Njótum aftansins áfram

Birtustundir frítímans verða líka færri ef hádegi (hæsta sólarstaða dagsins) í Reykjavík er fært frá kl. hálf- tvö til hálf- eitt. Fólk rembist nú þegar við það að koma sér heim úr skóla og vinnu til þess að njóta einhverrar birtu dagsins. En þá vilja þessir þvingunarsinnar taka klukkutíma af lífi okkar!

Fjær Evrópu

Kerfi sem virka vel í áratugi án vandræða á ekki að breyta. Ef klukkunni er breytt, fjarlægjumst við Evrópu í stað þess að vera alltaf á Greenwich- tíma eins og nú.

Öfgar norðursins

Hér á norðurhjara eru öfgar árstíðanna miklar, nær aldimmt um jól en bjart á Jónsmessu. Valið stendur því ekki um ákveðna stund morguns eins og suður í álfum, heldur einfaldlega hvort við viljum hafa meiri birtu í eftirmiðdaginn eins og nú, eða snemma að morgni eins og Svandís Svavarsdóttir & Co vilja að við gerum. Ég mæli frekar með björtum kvöldum.

 

 


mbl.is Leggja til að klukkan verði færð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband