Athafnir yfir til annarra!

Peningar fljugaTvíeykið Dagur og Hjálmar er ákveðið í því að ýta iðnaði og athafnafyrirtækjum yfir í nágranna- sveitarfélögin, þannig að tekjur Reykjavíkur minnki. Fyrirtækin hafa ekki endalausa biðlund gagnvart þessu teymi, sem lætur anda köldu til þeirra, á meðan nágrannarnir bíða með opinn faðminn. Þar við bætast allar tekjur af flugvallarstarfsemi, sem skuldaparið vill út strax. 

Rótgróin þjónustufyritæki inni í Reykjavík mega sæta því að borgin tekur takmarkað athafnasvæði þeirra undir hjólastíg. Fáir kusu Dag & Hjálmar, en allir Reykvíkingar sitja uppi með það að þeir teikni sósíalíska sýn sína yfir líf borgarbúa, sem halda skuldunum en missa tekjurnar. Breytum þessu í vor.


mbl.is Þrýsta á byggingu nýrra hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem hafa ekki einu sinni atkvæðisrétt í Reykjavík breyta þar nú ekki miklu.

Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 13:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og hlutfallslega meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.

Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.

Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!

Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!

Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!

Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!

Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.

Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.

Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi samanlagt.

Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 13:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er stærsta fiskihöfnin á Íslandi, og jafnvel í öllum heiminum, í Kópavogi?!

Horft yfir Reykjavíkurhöfn.

 

Horft yfir Reykja­vík­ur­höfn. Mbl.is/RAX

Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 13:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir hafa bæði háskólamenntun og iðnmenntun og starfa í hátæknifyrirtækjum.

Skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Vatnsmýrarsvæðinu var nýlega reist stórhýsi og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns starfa, flestir háskólamenntaðir.

Og lögfræðingar, sem búa í Kópavogi en starfa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, halda auðvitað að CCP á Grandagarði sé í Kópavogi en fyrirtækið hefur fengið lóð hjá Íslenskri erfðagreiningu og Alvogen á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 14:10

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Steini Brím, þrátt fyrir ofangreint þá bætist milljarður króna við skuldir Reykvíkinga í hverjum mánuði og viljinn stendur til þess að bola heilu greinunum burt, sem skapa hluta teknanna í dag.

Ívar Pálsson, 24.2.2018 kl. 15:34

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, Steini Briem, þetta var óviljandi villa. Konan mín er fjarlskyld af Briem ætt og myndi skamma mig ef hún sæi þetta!

Ívar Pálsson, 24.2.2018 kl. 15:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona í tilefni af fyrsta innleggi Steina, þá virðist svo að þeir sem búa í borginni og eiga þar atkvæðisrétt breyti þar heldur engu.

Kolbrún Hilmars, 24.2.2018 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband