Heimatilbúin vandræði

Parking vesenEin örugg leið Dags & Co til þess að ergja borgarana er að takmarka bílastæðafjölda við stóratburði og tvöfalda sektirnar. Laugardalshöllin er þar eitt skýrasta dæmið, þar sem ærnum kostnaði var varið til fækkunar malbikaðra bílastæða á svæðinu, í stað þess að fjölga þeim t.d. með hliðarstæðum á leiðinni niður á höllinni, þar sem aðeins gras er fyrir. Ekki er einu sinni leyft að leggja á grasið, heldur kostar sá glæpur 10.000 krónur í sekt.

Auðleyst: fleiri stæði

Viðkvæðið er síðan að nóg sé af stæðum hálfan kílómetra í burtu. Ég leyfi mér að efast um það, fyrir utan það að til stendur að fækka þeim frekar. Laugardalshöllin er íþróttamannvirki með feikinógu rými í kring um sig, en rúmar aðeins brot af þeim bílum sem fólk notar til þess að mæta á atburði staðarins.  Fyrir vikið leggur maður bílnum úti í næstu hverfum, eins og mun gerast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Þá hlakkar í Degi og Hjálmari, ef nógu margir eru rukkaðir til þess að borga niður hallann á borginni sem þeir bjuggu til. 

Meira liðið sem Reykvíkingar kjósa yfir landsmenn á leið í Höllina.


mbl.is „Aldrei séð eins slæmt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Ívar.

Ekki er ég nú viss um að þú hafir heimsótt Laugardalinn lengi. Vona heldur þín vegna að þetta sé ekki og verði framlag til kosningabaráttunnar. 

Það að móta afstöðu, það að reyna afvegaleiða lesendur sína með þessum orðum "Ég leyfi mér að efast um það," er nú ekki boðlegt í baráttunni um borgina.

Ég get hinsvegar fullyrt það við þig og þina lesendur, að það er ekki og hefur ekki verið skortur á bílastæðum við þessi mannvirki sem þú nefnir. Ég nefnilega var þarna á staðnum og lagði fyrir framan Laugardalsvöllinn, og þar var nóg af stæðumm. Tók mig ca 4 mín að ganga upp að Laugardalshöllinni. 

Hvernig þú færð það út að okkar ágæti Borgarstjóri sé sjálfur í því að "takmarka" bílatæðin í dalnuim er í besta falli kjánalega framsett.

Vilji menn svo vera sanngjarnir eða eins og 1. þingmaður Alþingis í Suðurlandskjördæmi orðaði það þegar hann var hirtur duglega af þingkonu Pírata í síðustu viku eða "horfum á efnið, ekki formið", að ef einn vill sjá hlutina í réttu ljósi að þá reyndi mun meira á dalinn í dag en hann en venjulega. Um 5000 manns mættu til að sjá handboltaleiki og þúsundir manna fóru á sýningu í annan hluta byggingarinnar. Á Þróttaravelli var spilað fótboltaleiki og  margir sóttu markað var í kjalllara Laugardalsvallar.

Ef menn sem eru á móti Borgarlínu vegna kostnaðar mæta svo hér og kalla eftir fleiri bílastæðum og útskötum sem ekki þarf að nýta nema mögulega hluta af 2 dögum á árum, ja, þá er fokið í rándýr skjól.

Auðvitað er svo mönnum heimilt að hnýta í okkar ágætan Dag og svo Hjálmar. En sú plata verður augljóslega fljótt ofspiluð ef ekki eru önnur rök sú að menn og konur fengu stöðumælasekt fyrir að brjóta umferðarlög og að sömu menn og konur kusu að ganga 2 mínútum minna.

En svo snjóðaði í morgun á Keflarvíkurflugvelli og mörgum flugum seinkaði.

Spurning að kenna Bjarna Ben um það. Hann stýrir fjármagninu og þá væntanlega snjóruðningstækjunum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.3.2018 kl. 20:38

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfúrs Ómar: hvernig sem því er snúið, þá eru jafnan bílastæðavandræði við Laugardalshöllina á þeim atburðum sem ég hef farið á þar. Ég hef yfirleitt lagt hjá Grand Hótel.

Ívar Pálsson, 10.3.2018 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kæri Ívar, þú átt kollgátuna, þ.e, hvernig sem því er snúið, þá er gnægð bílastæða. Sérhver bíleigandi/bílstjóri og crew þarf hinsvegar að vera það  hugdjarft að ganga smá spöl.

Málið sjálfleyst.

Það að þurfa ganga lítið eitt getur svo ekki skrifast á margt ágætan Borgarsjóra vorn.

Að lokum þetta; Ei-þór í Maí.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.3.2018 kl. 01:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Síðast þegar ég fór á stórviðburð í Höllinni, fyrir rúmu ári síðan, var ég svo heppinn að ná síðasta auða bílastæðinu við völlinn, eins langt frá Höllinni og hægt var að komast. Það tók ekki langan tíma að lalla þaðan yfir í Höllina, en hins vegar var ég búinn að rúnta um svæðið, í leit að stæði, í nærri hálfa klst.. Var kominn að því að halda á brott, þegar þetta stæði losnaði.

Bílastæðavandi við Höllina er áunninn vandi, vandi sem svo auðvelt er að bæta að með öllu er óskiljanlegt að ekki skuli vera gert.

Fljótlegast og auðveldast er að setja upp bráðabyrðarstæði á grasbölunum þarna í kring. Að stjórna því hvernig og hvar lagt er á grasinu. Með slíkri stjórnun má halda tjóni á grasbólunum í lágmarki, tjóni sem þó þarf ekki að hugsa um meðan jörð er freðin.

Framtíðarplön hljóta þó að moða að því að stærra svæði verði tekið undir malbikuð bílastæði. Skorturinn er klárlega til staðar.

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2018 kl. 07:41

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Biðst afsökunar á innsláttarvillum, þetta svokallaða "lyklaborð" á símanum er ekki hannað fyrir fingur fullorðinna.

Grasbólum á auðvitað að vera grasbölum  og moða skal vera miða  😨

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2018 kl. 07:48

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það ríkir greinileg og sönn íhaldssemi þegar kemur að bílum og umferðarmenningu. 

Það er sem sagt í góðu lagi, að mati þeirra sem skrifa hér að malbika heilu hektarana svo að viðkomandi þurfi ekki að ganga smá spölkorn í 3-5 mín, einu sinni til tvisvar á ári.

Það má sem sagt ekki nota þau stæði sem eru til staðar í nágrenninu og/eða nýta sér almenningssagöngur, þó ekki nema væri þessa fáu, tiltekna daga.

Held að íhaldssemin sé að fara langt með ykkur, áætu herramenn, á þessum fallega Degi. 

Höfum samt í huga, Ei-þór í Maí.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.3.2018 kl. 14:12

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Laugardalshöllin er mjög oft með viðburði yfir árið og vandræðin eru endurtekin á hverjum einasta þeirra. Ekki er eðlileg stefna að níðast á íbúum í nágrenninu í stað þess að búa til stæði sem hæfa, eins og gert er við flestar íþróttahallir hins vestræna heims. 

Ívar Pálsson, 11.3.2018 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband