Æpandi þögn Katrínar og VG

BolabiturNú þegar styrja Skota lýsir yfir neyðarástandi í heiminum vegna hlutfalls koltvísýrings í loftinu, er VG- forsætisráðherra Íslands fljót að brenna til fundar í flugvél til Skotlands. Á meðan er þögn Katrínar og flokks hennar, Vinstri grænna, um Þriðju orkutilskipun ESB orðin æpandi.

Kænska

Stjórnviska Katrínar Jakobsdóttur er ómæld, að beita forystu Sjálfstæðisflokksins eins og ótjóðruðum bolabít í baráttu fyrir innleiðingu Orkupakkans, sem Katrín veit að er verulega óvinsæl í hennar eigin flokki, Vinstri grænum. Sá flokkur segir ekki múkk um málið, þótt hann vilji hramm ríkisins sem sterkastan og teljast úr hófi umhverfisvænn. 

Þarf ekki að grafa

Hver er meginástæðan fyrir þessari grafarþögn? Kannski er það stjórnkænska að láta Sjálfstæðisflokkinn grafa sína eigin gröf með þessu máli svo að eftirleikurinn verði auðveldari. Svei mér þá.


mbl.is Katrín fundar með Sturgeon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Akkúrat Ívar. Þeir hreykja sig af stjórnkænsku og brosa breiðu brosi. Ég vann.  

Valdimar Samúelsson, 30.4.2019 kl. 09:00

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Eftir kossaflensið í Brussel sló þögn á hópinn.

Júlíus Valsson, 30.4.2019 kl. 09:04

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stjórnmálamenn hrósa happi og fagna ákaft þegar þeir telja sig hafa unnið, en þjóðin, almenningur ber skaðann af gerðum þeirra.

Sorglegast er að almenningur kaupir bullið sem upp úr þeim vellur og kýs þetta fólk aftur og aftur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.4.2019 kl. 12:00

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, ef stjórnin þröngvar þessari tilskipun í gegn um Alþingi og inn lög, þá er það Phyrrosarsigur þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Eina vitið eins og komið er, er að finna afsökun til þess að fresta þessu og taka það svo fyrir hjá EES- nefndinni síðar.

Ívar Pálsson, 30.4.2019 kl. 16:08

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig á það að vera að Þorgerður Katrín sem oft hefur sýnt að hún veit ekkert um vitræna stjórnunarhætti skilji afstöðu Bandaríkjamanna til hinna ýmsu mála.  Bandaríkjamenn komu til Evrópu í tvígang og fórnuðu miklu við að bjarga Evrópu frá sjálfri sér.  Auðvita veit svona gervikommi  eins og falskir kratar eru náttúrulega allt betur en Bandaríkjamenn sjálfir hvernig á að stjórna safni þjóða í stóru landi. 

Bandaríkjamenn reistu Evrópu uppúr ruslahrúgunni eftir seinni heimstyrjöldina og reyndu að kenna þeim mannasiði og kostuðu miklu til, þeir reistu líka Japan á lappirnar þegar þeir höfðu unnið fullan sigur á þeim í Kyrrahafsstríðinu sem þeir háðu samhliða seinni björgun Evrópu undan sjálfri sér og Rússum frá algeri niðurlægingu.  Minnimáttar kennd hrokafullra Evrópumanna gagnvart Bandaríkjamönnum er núna að gera útaf við öll jaðar ríki Evrópu og með þeim skepnum standaur Þorgerður Katrín.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2019 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband