Alvara á hæsta stigi

Fimm börn með E-kólí eitrun frá einu svæði hlýtur að teljast grafalvarlegt og hvað þá nú, þegar þau eru orðin tíu talsins eftir amk. 8 daga frá fyrsta smiti. Þegar svona gerist, t.d. í Bretlandi er bókstaflega öllu snúið við og teymi sett í að þrengja að uppruna vandræðanna. Sameiginlegi þátturinn hlýtur að fara að skýrast, enda á leitin að fara eftir alvöru málsins.

Óþægindi víkja fyrir nauðsyn 

Hugsunin um það, hvaða óþægindi eða álitshnekki leitin að smitinu skapar fyrir einhverja aðila má aldrei vega það þungt, að enn fleiri börn nái að smitast vegna frekari tafa. Setja þarf sérstakan kraft í það að þrengja þetta niður nú þegar. Hér þarf verulega ákveðni heilbrigðisyfirvalda, þar sem skaðinn getur orðið varanlegur fyrir viðkomandi.


mbl.is Tíu börn smituð af E.coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.1.2017:

""
Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra í stöðufærslu á Facebook.

Þar birtir hann mynd af hráu nautahakki sem hann hefur komið snyrtilega fyrir ofan á tekexi. " cool

Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi

15.6.2019:

"Svo­kallað sýk­ing­ar­gen
E. coli fannst í 30% sýna af ís­lensku lamba­kjöti og 11,5% sýna af naut­gripa­kjöti í skimun á kjöti á veg­um MAST. cool

Tek­in voru sýni úr ís­lensku og inn­fluttu nauta­kjöti og fannst sýk­ing­ar­genið í 14 sýn­um, þar af einu frá Spáni, 11 ís­lensk­um en ekki var vitað um upp­runa tveggja sýna. cool 

Bakt­erí­an er aðallega á yf­ir­borðinu og því mik­il­vægt að steikja kjötið vel að utan. Hit­inn á að drepa bakt­erí­una. Þegar kjöt er hakkað get­ur bakt­erí­an borist í allt kjötið og því er mik­il­vægt að gegnumsteikja ham­borg­ara og ekki borða blóðuga ham­borg­ara. Ávallt þarf að koma í veg fyr­ir kross­meng­un þegar kjöt er meðhöndlað."

Eðlilegt að E. coli greinist í íslensku kjöti

Þorsteinn Briem, 8.7.2019 kl. 20:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í minni margmennu ætt borðar unga fólkið lambakjöt næstum blóðrautt.Mér finnst það ókræsilegt og læt steykja vel fyrir mig.

Þorsteinn,veistu hvernig ráðherrar ríkjandi vinstristjórnar nesta sig?

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2019 kl. 15:05

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaðan kemur þessi E-coli baktería?  Er til sambærileg rannsókn á íslensku kjöti, ja, segjum fyrir 50 árum?  Reyndar er nú sagt að sýkingin stafi frá kálfum - ekki lömbum.  Hverjir eru að kjassa þessa kálfa?

Kolbrún Hilmars, 9.7.2019 kl. 15:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já segðu einhverjir hljóta að vera með þá vitneskju. Það er ekki svo langt síðan að ég heyrði um þessa E,coli bakteríu.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2019 kl. 20:37

5 Smámynd: Haukur Árnason

http://mast.is/library/Sk%C3%BDrslur/Skimun_sjukdomsvaldandi_orverur_kjoti_2018.pdf

E. coli bakteríur finnast í þörmum dýra sem hafa heitt blóð. Flestir stofnar E. coli bakteríunnar eru meinlausir. Þó eru til E. coli stofnar sem geta myndað eiturefni (toxín) og kallast þeir STEC (shigatoxín myndandi E.coli, einnig þekktir sem VTEC eða EHEC). STEC getur valdið alvarlegum veikindum hjá fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða, svokallað HUS (Hemolytic Urea Syndrome).

Þetta er skýrsla MATÍS.

Haukur Árnason, 11.7.2019 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband