Verstir þegar mest á reynir

Crumbling castleESB íhugar viðskiptaþvinganir á Ísland vegna makrílveiða okkar. Valdi verði beitt, þrátt fyrir að réttur Íslendinga til veiðanna sé augljós hverjum þeim, sem skoðar tölurnar. Valdi ESB verður ekki beitt gegn Rússum, heldur fórnarlambinu, Íslandi, sem þjáist af viðskiptaþvingunum gegn Rússum, en ESB atti Íslendingum einmitt út í það fen að samþykkja þær.

Sárin sleikt

Ekki nóg með það að Ísland sleiki sárin eftir þær ESB- stýrðu aðgerðir, sem rústuðu markaðssetningu okkar á makríl til manneldis, þá ætlar þessi Evrópukrataklíka að láta Ísland fá smánarhlut í makrílveiðinni, sem miðast við veiðar ESB í gamla daga, þegar makríllinn var ekki hér við land. Nú étur hann milljón tonn í íslenskri landhelgi, en það er víst ekki nóg til þess að við megum veiða réttlátan hluta heildarinnar. 

Uppgjörin framundan

Utanríkisráðuneytið þarf að gera sér grein fyrir því, að brátt sverfur til stáls við ESB vegna þessa mála og fjölda annarra, eins og í uppgjöri ESB við Bretland. Eftirgjöfinni sem tíðkast í ráðuneytinu og kristallast í Orkupakkamálinu verður að linna, svo að Ísland megi um frjálst höfuð strjúka, við óumflýjanlegt hrun hugmyndafræði Evrópusambandsins.

 


mbl.is Ræða viðskiptaþvinganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst það alveg liggja ljóst fyrir að við Íslendingar ættum að segja EES samningnum upp og það strax......

Jóhann Elíasson, 26.8.2019 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta hljóa ESB sinnar að vita en gefa ekkert eftir til að komast þarna inn!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.8.2019 kl. 15:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 26.8.2019 kl. 18:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea

Þorsteinn Briem, 26.8.2019 kl. 19:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Og meirihlutinn af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þar að auki eru lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 26.8.2019 kl. 19:24

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ívar,ekki ulla á ESB vegna þess hve samskipti þeirra við önnur ESB eru slæm (svakalega slæm). Afdankaðir skrifstofu/perma þjónar frá hinum og þessum löndum og stofnunum á ekki að krefja um dómgreind eða innsæi

50 cal+

Eyjólfur Jónsson, 26.8.2019 kl. 19:54

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þettar aðgerðir eru aðeins upphaf þess að lúta annari þjóð.

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.8.2019 kl. 20:22

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Stefnum á Icexit og tvíhlirða fríverlunarsamaninga við öll löndin þar.

Halldór Jónsson, 27.8.2019 kl. 14:31

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skýr og snjallorður ertu hér, Ívar, eins og margan fyrri daginn :)

Þú dregur hér athyglina að alveg hreint ótrúlegum þáttum þessa máls; hafi einhver það ekki klárt í toppstykkinu, þá lesi hann texta þinn aftur.

Alveg stórmerkilegt að tolla- og (næstum því) fríverzlunarbandalag skuli íhuga að ráðast með viðskiptastríði á land sem er með viðskiptasamning við það bandalag! Yfirgangur þessa Evrópusambands minnkar ekki, heldur eykst með árunum. 

Svo tek ég heils hugar undir orð Halldórs verkfræðings hér undir lokin, sem og Jóhanns Elíassonar í upphafi umræðunnar.

Jón Valur Jensson, 27.8.2019 kl. 18:39

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Upphaf Erla og vonandi endir.

Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2019 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband