Milljarðamoksturinn heldur áfram

FerdirHofborg-Hluti-2017Orðatiltækið að vinna út í eitt hefur fengið nýja merkingu á höfuðborgarsvæðinu núorðið, þar sem langflestir vinna og borga skatta sem fara í eitt prósent fjöldans. Það á sérstaklega við um hjólreiðaáráttu vinstri meirihlutans í borginni. Mörg þúsund milljónir króna fara núna í aðgerðir til reiðhjólaaksturs sem bætir kannski við einu Ferdir-hjola2011-2017prósentustigi í þann fararmáta, á meðan þeim fjölgar sem stíga aldrei á reiðhjól. Mest fer þó í þann flokk frá gangandi vegfarendum, sem ákveða að stíga á hjól í staðinn. Bílaflotinn eykst og heldur sínu hlutfalli, eyðslugrennri og öruggari en áður, en ferðatíminn eykst vegna þess að samgönguféð fer í annað. 

En verst af öllu er að vinna út í ekki neitt, en það er blóðpeningurinn sem fer í úrelta ferðamátann strætó, sem heldur sér í sínum fjórum prósentum, þrátt fyrir óendanlega sóun í það ginnungagap á síðustu árum. Ekkert bendir til þess að höfuðborgarbúar sem heild vilji breyta samgöngumáta sínum og er það vel. Fróðlegt er að rýna í niðurstöður Gallup- kannanna um ferðavenjur fyrir sveitarfélögin, en þar sést vel hve miðbærinn er ólíkur hinum ýmsu hverfum og bæjarfélögum. Dagur & Co halda umræðunni um miðbæ Reykjavíkur, en langflestir ferðast um hin ýmsu hverfi borgarinnar og nágrennis. Raddir þess fólks þurfa að heyrast.

Ef við tökum Grafarvog og Grafarholt sem dæmi, þá ferðust 80% fólksins á einkabíl árið 2017, sem er aukning um 3 prósentustig frá 2014. Fótgangandi fækkaði um eitt prósentustig (í 11%) frá 2014 könnuninni, en hjólandi fjölgaði um eitt á móti (í 4%). Strætófarþegum fækkaði um þriðjung, niður í 4%, sem virðist vera lögmálsprósenta strætóflutninga. 

Strætóaðgerðina Borgarlínu og milljarða í reiðhjólaferðir verður að endurskoða og færa aðgerðirnar í göturnar sjálfar, þar sem allir bílar þurfa að komast um á greiðan hátt. Vinnum og borgum í þjónustu fyrir þorra manna, ekki sítalandi elítuna sem eyðir peningum okkar æ meir út í andrúmsloftið.


mbl.is Hlutfall hjólandi jókst um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Reiknað er með að fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50 þúsund á næstu árum. Það þýðir að 40 þúsund bílar hið minnsta bætast við núverandi bílaflota. Samanlagt þekja þessir bílar, jafnvel þótt þeir séu í þéttri umferð, 80 kílómetra af malbiki í viðbót við þá 200 þúsund bíla sem fyrir eru. Fyrst og fremst þess vegna eykst ferðatíminn. Þeir, sem eru á hjóli, leggja sinn skerf af mörkum til að skapa rými fyrir einkabílana, því að ef þetta hjólafólk væri á einkabilum, myndi það þurfa gríðarlegt pláss. 

Ómar Ragnarsson, 30.11.2019 kl. 20:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ómar, það þarf að líka bregðast við þeirri fjölgun bíla sem þegar er orðin. Reiðhjólaprósentan lága nær ekkert að breyta þessu. Betri götur og tækni leysa málin. Margir bílanna eru nú þegar rafmagnsbílar, sem þurfa sama pláss og hinir.

Aðeins 0,4% aðspurðra í könnuninni í Garðabæ voru ekki á heimili með fólksbíl. Þannig er raunveruleikinn. Bæjarfélögin eiga að þjónusta þá sem greiða til þeirra og Vegagerðin bílana.

Ívar Pálsson, 30.11.2019 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband