Hagkvæmast að bæta flugvöllinn

280 milljarðar króna er á við heila götu af Landspítulum, en vinstri meirihlutinn vill moka þeirri framtíðarskuld í gerð flugvallar í Hvassahrauni. Ómar Ragnarsson hefur réttilega barist fyrir því í langan tíma að lengja austur- vestur brautina á Reykjavíkur- flugvelli út í sjó fram, sem er tiltölulega einföld og ódýr aðgerð, miðað við flest annað. Réttast er að sammælast um þá ráðstöfun og að gera Egilstaðaflugvöll (eða Akureyri) að góðum alþjóðlegum varaflugvelli til framtíðar, þá eru þau samgöngu- og öryggismál í góðum gír áfram.

IMG_5932Lóðagræðgin

Dagur & Co í Reykjavíkurborg geta ekki látið eins og þau hafi umboð til þess að eyða tekjum næstu kynslóðar í gæluverkefni þeirra, að færa tekjustofna borgarinnar til annarra sveitarfélaga á silfurfati. Lóðagræðgistefna þeirra er nær gjaldþrota, enda er kostnaður hvers fermetra þá orðinn slíkur, að einungis blokk (illseljanlegra) lúxusíbúða getur borgað hann. Auk þess ætla þau að fylla alveg upp í fallega vík Skerjafjarðar í græðginni að taka völlinn í burtu. Nú er mál að linni.


mbl.is Hvassahraun ekki arðbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband