Páskapólitík biskups fyrir tómri Dómkirkju

AgnesSigurdardittir biskup KjarninnGleðilega páska, öllsömul. Upprisan og kristnin er enn í hjartanu, þótt Agnes biskup Íslands noti tækifærið á páskum til þess að hamra á pólitískum skoðunum sínum á kostnað fjöldans. Heimshrun og plága með ægilegum afleiðingum skilar sér lítt í páskaávarpi biskups, þar sem jákvæðnin birtist í því að mengun hafi minnkað þegar atvinnulíf heimsins stöðvaðist. Jarðarbúar séu að krossfesta jörðina og að lífshættir okkar verði að breytast. Skilja má þetta svo að drepsóttin aðstoði til þess að þetta megi verða.

Misnotkun á stöðu

Yfirgengileg misnotkun biskups á stöðu sinni gerir fylgjendum Þjóðkirkjunnar (eins og ég hef verið) erfitt að halda áfram stuðningi við kerfi, sem er greitt af sköttum okkar en fóstrar einungis pólitíkusa á vinstri vængnum. Mörg eru dæmin, en biskup opnaði t.d. Dómkirkjuna nýlega til þess að hleypa á klósettið skoðanabræðrum sínum um opin landamæri Íslands í mótmælum á Austurvelli. 

Þegar svona er komið, ber ríki og sveitarfélögum að hætta stuðningi við trúfélög. 

Að auki legg ég til að annað misnotkunarbatterí, RÚV, verði lagt niður, eða amk. verði tekið strax af auglýsingamarkaði.

 

 

 


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er gapandi yfir þessari prédikun biskupsins. Ég á erfitt með að skilja hana öðruvísi en að til að leysa mengunarvandamálið, þá sé biskupinn að mælast til að við verðum öll sett í stofufangelsi til æviloka og enginn atvinnurekstur verði leyfður.

Furðuleg afstaða, en kannski skiljanleg fyrir manneskju sem þiggur sín laun frá skattgreiðendum, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut, annað en að þvælast fyrir boðun fagnaðarerindisins.

Síðan kallar hún það samstöðu, að tugþúsundir hafa verið drepin af völdum kínvesku veirunnar og líf milljóna hafi verið lagt í rúst. Gleymum ekki að þessi plága hittir þá verst fyrir sem eiga að vera helstu skjólstæðingar kirkjunnar, hinir fátæku, vanþróuðu og allslausu.

Theódór Norðkvist, 12.4.2020 kl. 14:34

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Theódór, þú orðar þetta vel. Samkennd með hinum þjáðu virðist ekki vera aðalatriðið!

Ívar Pálsson, 12.4.2020 kl. 14:39

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Kommúnistsar eru alls staðar ... en við þurfum að skilja hugsanahátt þeirra.

Samkvæmt hugsanahátti kommúnista, er of mikið af fólki í heiminum. Þeir eru að bjarga framtíða kynslóðum, með því að myrða núverandi kynslóðir. Alveg eins og Hitler, Stalín og Maó ... eru þeir að bjarga framtíðinni, með að myrða fólk í nútímanum.

Þetta þarf fólk, almennt, að ver meðvitað um.

Örn Einar Hansen, 12.4.2020 kl. 14:41

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þegar hún fer til helvítis, getum við glaðst við það að hún munm þjást fyrir sín afglöp um alla eilífð.

Örn Einar Hansen, 12.4.2020 kl. 15:04

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég verð að taka undir með Ívari í þessum efnum
Þó að ég sé ekki sérlega trúaður hef ég alltaf verið stuðningsmaður þjóðkirkjunnar og oft tekið harðar snerrur henni til varnar.
Ástæðan fyrir þessu er að í heildina hafi boðskapur hennar haft góð áhrif á samfélagið og þá heimsmynd sem við búum við,auk þes að gera samskifti okkar skárri en þau hefðu ella verið.

Núna þegar æðstu forsvarsmenn kirkjunnar hafa snúið baki við krisni sé ég enga sérstaka ástæðu til að standa við bakið á þessu nýja fyrirbæri.
Þetta er alveg lygileg staða.
Fyrst reynir biskupinn fyrir sér hjá islam eins og við sáum nýlega í blöðunumm og nú stendur hún í stólnum og boðar heiðni.
Það væri ekki hægt að skálda upp svona rugl.

Það er svo ekki nóg með að biskupinn sé orðinn heiðinn heldur er Páfinn orðinn það líka. Hann flutti nýlega samskonar ræðu.
Það er engu líkara en að þeir sem eru í forsvari í samfélaginu séu gengnir af vitinu.

Heiðnin hafði sína rómantík en samfélagslegar afleiðingar hennar voru ekki góðar. Það væri kannski ágætt að rifja það upp.

Borgþór Jónsson, 12.4.2020 kl. 16:00

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski eins gott fyrir hana að kirkjan var tóm. Hún hefðii ella verið púuð niður eða grýtt fúleggjum.

Það eru nýmæli að Almættið sé farið að lúta flokkslínum vinstursins. Guð er kominn í klapplið Ísland verst í heimi trúboðains.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2020 kl. 00:00

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir hvert þitt orð, Ívar.

 Varla að maður sé enn búinn að jafna sig eftir þessa þvæluræðu biskups.

 Mesta niðurifsafl þjóðkirkjunnar situr í hásæti hennar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2020 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband