Hleypum inn, en prófum alla

Utbreidsla-einangrunNú styttist í opnun landamæra Íslands. Ráðlegast er að taka sýni af öllum fyrir Covid-19 hjá vegabréfaskoðuninni og ná þannig að lágmarka smit þeirra.

Fyrir lægi samþykki farþegans við sýnatökunni strax við brottför. Einnig samþykki fyrir því að farsímanúmerið liggi fyrir og jafnvel að rakningar- appið verði notað. Fyrsta heimilisfangs á Íslandi verði líka getið. Jafnvel mæti athuga líkamshita með ennismælingu og ef einkenni koma í ljós, taka þá blóðsýni með skyndiniðurstöðum. Sýktir einstaklingar verði strax settir í einangrun á eigin kostnað.

Engu máli skiptir hvort farþegar komi frá Schengen- svæðinu eða annars staðar frá. Tímabundin aðgerð vegna heimsfaraldurs ræður öllu. 

Íslensk yfirvöld þyrftu líka að lýsa því yfir að engum hælisleitendum eða innflytjendum verði hleypt inn nema með fyrirfram samþykki yfirvalda við brottför farþegans, ella verði þeim snúið við strax þar eða við komu til landsins.

Á þennan hátt er hægt að hleypa ferðamönnum inn og koma hjólunum af stað!


mbl.is 4. maí genginn í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru nú þegar komin á markað "bedside" próf sem hægt væri að nota á flugvöllum. Tekur 5-15 mín að fá niðurstöðu. Fullmikil fyrirhöfn að taka alla í slíkt próf en mætti nota á þá sem sýna merki um hækkaðan hita.

Ragnhildur Kolka, 4.5.2020 kl. 13:33

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ragnhildur, þau próf mætti nota. En verulegt hlutfall sýktra sýnan engin ytri merki og sérstaklega fyrstu dagana. Sparnaðurinn í því að taka ekki alla í gegn borgar sig, þegar haft er í huga að hver og einn ferðamaður með veiruna er líklegur til þess að breiða hana út til margra á landinu. Svo taka fleiri með smá- einkenni sénsinn á ferðalagi ef einungis er um tilviljanakennd sýni að ræða.

Ívar Pálsson, 4.5.2020 kl. 15:21

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sparnaðurinn borgar sig EKKI, afsakið!

Ívar Pálsson, 4.5.2020 kl. 15:21

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú er upplagt hjá þeim sem vilja koma meðan enn eru fáir ferðamenn.Mér er minnistæð Hollensk kona sem ég hitti á Núpi í Dýrafirði,hún kvartaði yfir hvað ferðamönnum hefði fjölgað hér. Hafði komið oft á eigin bíl og notið þess betur þá.  ---það er ekki alltaf á allt kosið.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2020 kl. 06:11

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg sammála þér Ívar.

Þetta mætti gera við alla fyrsta mánuðinn því ég

held að það yrði ekki svo mikil örtröð strax í byrjun

þannig að það ætti að vera auðvelt.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.5.2020 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband