Afturhaldskommahluti VG ræður för

Austurvollur-NATOÞetta gengur ekki, að í stærsta hruni Íslands kemur afturhalds- kommahluti VG, sem er kannski studdur 7% kjósendanna, í veg fyrir að varnarbandalagið NATO byggi varanlega hafnaraðstöðu og fleira fyrir fjölda milljarða króna, skapi störf hér og tryggi betur stöðu Íslands í eftirliti og vörnum Norður- Atlantshafsins.

Standa í lappirnar, takk

Hver hefði trúað því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í ríkisstjórn beygi sig svona í duftið fyrir argasta "Ísland-úr-NATO,-herinn-burt" sósíalista- íhaldinu? Hér hlýtur að þurfa að draga línuna, að gangast við þessu samstarfi við NATO eða að rjúfa þessa stjórn ella. Þjóðarhagsmunir krefjast þess.

Uppbygging með NATO

Sósíalistar börðust gegn aðild Íslands að NATO, en höfðu sem betur fer ósigur. Keflavíkurflugvöllur, sem er að verulegum hluta frá NATO, hefur fært Suðurnesjum og Íslendingum öllum mikla gæfu. Kynslóð forsætisráðherra hættir til að taka þeirri uppbyggingu allri sem sjálfsögum hlut. Að sama skapi myndu hafnir og önnur aðstaða á svæðinu hafa varanleg jákvæð áhrif á efnahagslífið og þjóðlífið. 

Þjóðaröryggistefnu verður ekki framfylgt með blómum í hárinu. Öryggiseftirliti í norðurhöfum er best fyrirkomið hér og samstarf NATO- þjóða greiðir fyrir uppbyggingu þess. Við eigum ekki að færa öðrum þessi gæði á silfurfati, sérstaklega núna þegar vel sverfur að.

 


mbl.is Þungt högg að verða af hundruðum starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hárrétt hjá þér Ívar. En þegar dúkkulísur verða ráðherrar er ekki við miklu að búast.Tala nú ekki um þessa utanríkisráðherra druslu. Sjálfstæðisflokkurinn með þannig mann og dúkkulísur er ekki sjálfstæðisflokkur heldur laumu ESB flokkur með vonlausan formann. Það þarf að hreins heldur betur til á þessu stjórnarheimil ef ekki á að fara ennþá ver en komið er. Ég hef alltaf sagt það að þetta samfó-vinstra lið er stóirhættulegt þjóðinni. Nægir að horfa á Reykjavík sem dæmi.

Þetta lið verður aldrei ánægt fyrr en allir hafa það jafn ömurlegt.

Þannig er þeirra pólitík. Sorgegt en satt.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2020 kl. 13:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld. cool

Þáverandi utanríkisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, grátbað bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "góðæri" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim 700 þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það. cool


George W. Bush
og Davíð Oddsson í
Hvíta húsinu
í júlí 2004. Davíð var utanríkisráðherra frá 15.
september 2004 þar til Halldór Ásgrímsson
skipaði hann seðlabankastjóra ári síðar.

Þorsteinn Briem, 15.5.2020 kl. 14:19

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Bleyðuháttur forystu Sjálfstæðisflokksins er alger í þessu máli. Illskiljanlegt hvað það fólk er að hugsa. Er verið að endurgjalda greiða frá því eftir hrun, þegar núverandi forseti Alþingis drottnaði yfir fjárhyrslum ríkisins og ákvað hverjir ættu að lifa eða deyja?

 Hvað á maður eiginlega að halda um þessi ömurlegheit? VG virðist hafa þvílíkt hreðjatak á á Valhallarliðinu að ömurlegt er á að horfa. Fruss á þetta lið allt saman.

 Að vanda húkir framsóknarmaddaman eins og ódýr portkona á niðursettu verði úti í horni og segir heldur ekki neitt. Ömurlegt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.5.2020 kl. 17:34

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Persónulega finnst mér þetta vera stórmál, og full ástæða til að kalla forystu flokksins á almennan flokksfund vegna þess. Það er ekki aðeins um að ræða varnir landsins og samstöðu með öðrum Natóríkjum, heldur er atvinnuleysi á Suðurnesjum nú 25% og veitir svo sannarlega ekki af að nýta þau tækifæri til uppbyggingar sem bjóðast. Er þetta kannski dulin leið til að þvinga hryllingsfabrikku Arion banka, sem Keflvíkingar vilja ekki sjá, upp á þá í krafti ástandsins?

Skammarlegt!

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2020 kl. 19:25

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er rétt, að hér er um stórmál að ræða, sem varpar ljósi á afleita stöðu landsmála.  Þessu máli getur ekki lokið á þennan hátt.  Að afgreiða þetta mál með þeim hætti, sem forsætisráðherra gerir, að ekki eigi að blanda saman hernaðaruppbyggingu og opinberum efnahagsráðstöfunum, er algerlega ótæk og óafsakanleg framkoma.  Hér er um framkvæmdir að ræða, sem styrkja munu friðsamlega innviði á Suðurnesjum verulega (og NATO má grípa til þeirra í neyð), og það er mannvonzka að hafna þessum framkvæmdum á þessum tímum fjöldaatvinnuleysis auk þess að vera efnahagslega fáránleg ákvörðun.  Þetta mál hlýtur að verða ofarlega í komandi kosningabaráttu og er til þess fallið að þurrka VG út á Suðurnesjum.  VG vill ekki mannvirki, sem fjármögnuð eru af Mannvirkjasjóði NATO, þótt Íslendingar borgi í þann sjóð.  Þvílíkt endemis dómgreindarleysi og hræsni.  

Bjarni Jónsson, 17.5.2020 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband