Kolefnislosun tvöfaldaðist en skiptir samt engu!

DSC01915Nú þegar flæði gosefna í Geldingadölum hefur tvöfaldast, þá skipta þau 20.000 tonn af koltvísýringi (CO2) á dag engu, af því að sú losun er frá eldgosi, sem skráist ekki í reiknimódel umhverfis- ráðuneytisins. Ásamt um 20.000 daglegum tonnum í útöndun frá Kötlu eru þau samtals um 40.000 tonn á dag, utan bókhalds. Þau jafnast því á fimm dögum við árslosun íslenskra fólksbíla, eða semsagt 73 sinnum meiri CO2 losun en fólksbílarnir.

Frambjóðendum til Alþingis sem blöskrar þversagnirnar er hent út í ystu myrkur. Því liggur fyrir að landinn verður skattlagður til fjandans út af engu næsta áratuginn, kolefnistímabilið, einn undarlegasta blekkingartíma sögunnar. Sundurgrafnar götur Reykjavíkur fyrir 4% elítuna í Borgarlínunni og gjaldþrot borgarinnar marka líka sporin í söguna.


mbl.is Gasmengun aukist síðustu tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Eldfjöll á jörðinni hafa gosið frá upphafi vega.

CO2 styrkur í loftinu hefur stóraukist síðustu 150 árin, varla er hægt að kenna aukinni eldvirkni um það.

Við verðum að gera greinarmun á því sem við höfum einhver áhrif á og því sem við getum ekkert ráðið við.

Hörður Þormar, 7.6.2021 kl. 10:50

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Reykjanes hefur ekki gosið í rúm 800 ár. Þessi hreina viðbót sýnir hversu afstæðir þessi útreikningar og meðaltöl eru. Fólksbílarnir okkar losa bara varla neitt.

Ívar Pálsson, 7.6.2021 kl. 19:10

3 Smámynd: rhansen

Skattlögð haugalygi  ,  Það er snild !    Og folk borgar ,,,það er enn meiri snild !

rhansen, 8.6.2021 kl. 00:28

4 Smámynd: Hörður Þormar

Auðvitað skiptir losun okkar Íslendinga á CO2 engu máli. Hún er víst varla nema örlítið brot af því sem gámaskipin losa sem flytja tískuvörur frá láglaunalöndum Asíu til Vesturlanda. Hins vegar skipta athafnir okkar máli, nýlega var frá því sagt að væntanlega þurfi að fara að gefa upp "kolefnisspor" sjávarafurða sem við flytjum úr landi.

Á næstunni má vænta mikilla tæknibyltinga í orkumálum, það munu koma fram nýjar aðferðir til þess að nýta þá miklu orku sem er í nánasta umhverfi okkar. Þar stöndum við Íslendingar mjög vel að vígi.

En umfram allt, ekki blanda áhrifum manna á loftslagið saman við eldfjöllin. Þau hafa farið sínu fram í milljarðir ára og haft gagngerð áhrif á lífríkið og mannlífið. Og þau munu halda því áfram með afleiðingum sem kannski er best að hugsa sem minnst um.

Hörður Þormar, 8.6.2021 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband