Eini möguleikinn til breytinga

PascalNiðurstaða borgarstjórnar- kosninganna er skýr: borgaralegir flokkar myndu taka til í borginni, en aðeins einn möguleiki er til þess, með Sjálfstæðisflokki(XD), Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins, 6+4+1+1= 12 borgarfulltrúar. Annað er vinstri sinnað fólk sem útilokar samstarf við XD, eða yrði ómögulegt í því samstarfi. Viðreisn og Flokkur fóksins er með pálmann (í Vogum?) í höndunum, í oddaaðstöðu um borgarstjórnarmyndun. Því mun Hildur Björnsdóttir ganga á eftir þeim með grasið í skónum, þrátt fyrir að hún segi "alls konar möguleika á teikniborðinu". Ekki eru þeir möguleikar sýnilegir eða fýsilegir.

Borgarlínan frestast eða útvatnast líklega með ofangreindri borgarstjórn. Enn meiri fjáraustur færi í Strætó- hítina miklu, en kannski tækist þannig að bjarga götunum og að fá Sundabraut fljótar inn. Viðreisn er vonandi öðruvísi í borginni en í þjóðmálum, þar sem gengið var óvænt úr stjórn eitt kvöldið og stjórnin sprengd án viðvörunar. Þessi borgastjórn gæti því stöðugt tiplað um á jarðsprengjusvæði duttlunganna.

En sjáum til, hér er von.

 


mbl.is Hildur segir forgangsmál að komast í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hábölvað að Miðflokkur náði ekki manni inn, til að þurfa ekki að púkka upp á varhugaverða Viðreisn

Jónatan Karlsson, 15.5.2022 kl. 15:37

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Vissulega, Jónatan. Það er bara ekki í tísku að tala skýrt og ákveðið gegn loforðaflaumnum.

Ívar Pálsson, 15.5.2022 kl. 15:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi var góður! Ætlaði að segja það sama og Jónatan; Sigmundur er ekta Íslendingur með afburða kosti og vel gerður.

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2022 kl. 17:26

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Eg átti við að Miðflokkur stóð sig vel að tala skýrt og afgerandi gegn loforðaflaumi meirihlutans, en það virðist ekki vera í tísku.

Ívar Pálsson, 15.5.2022 kl. 18:53

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já "skil fyrr en skellur í tönnum" Varð að skrifa máltækið fyrst það datt út úr mér þrátt fyrir að eiga ekki við.

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2022 kl. 23:12

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta sem þú leggur til er eina mynstrið sem ég sé ganga upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Piratar og sósíalistar hafa útilokað samstarf við xD og Líf vill taka sér frí fra meirihlutasetu til að geta rifið dálítið kjaft. Kolbrún er ágæt og hún mun fylgja sínum málum eftir. Þórdis Lóa ýfdði engar øldur í síðasta meirihluta og engin ástæða til að hún fari að taka uppá því núna. 

Ragnhildur Kolka, 16.5.2022 kl. 08:31

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað með bara 3 flokka með 63% atkvæða bak við sig og láta bara  örflokkana eiga sig

Grímur Kjartansson, 16.5.2022 kl. 16:46

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það munar um Vigdísi Hauks hvað Miðflokkinn varðar.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2022 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband