Landsvirkjun fyrir pólitíkusa

Orka peningarLandsvirkjun hagnaðist um 142 milljónir króna á dag árið 2023 og afhendir 20.000 milljónir króna af því í arð núna til gæluverkefna pólitíkusa, eins og í fyrra. Tilgangur þessa ríkisfyrirtækis er að tryggja orkuöflun Íslendinga, en hefur núna um langt skeið vikið frá þeirri stefnu og afhendir drjúgan hluta arðsins einmitt til þeirra sem leggjast hvað mest gegn virkjunum, en sóa fénu m.a. í hælisleitendur, yfirgengilega þróunaraðstoð og loftslagsfár.

Styrkja

Landsvirkjun ætti að standa sterk og tilbúin að mæta alvöru mótlæti í orkuöflum, stórum náttúruhamförum, veðurfarsbreytingum eða vandræðagangi ríkisins varðandi orku almennt. Safna þarf í virkjanasjóð eða greiða niður skuldir enn frekar, setja upp varaaflstöðvar og gera Landsneti það auðveldar að bæta lagnanetið. Viðbúið er annars að kröfur um sérstaka aukna skattheimtu komi strax upp þegar Kötlugos á sér stað, eða aðrir álagsþættir sem komnir eru á tíma.

Virkja

Töluvert fé þarf til þess að koma upp nýjum virkjunum. Landsvirkjun þarf að standa sterk og hætta þessum eltingaleik við tískuþarfir Vinstri grænna eða Pírata hverju sinni, hvað þá gegndarlausa sóun í rannsóknir á lagningu rafstrengs til útlanda, sem einkenndi síðasta áratuginn. Altént hefur Landsvirkjun þá enga ástæðu til þess að hækka rafmagn ætlað heimilunum.


mbl.is Methagnaður og vilja greiða 20 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú byrjar pistilinn á því að fjalla um ríkissjóð eins og "sjóður" sé ekki rangnefni og einhversstaðar sé falinn peningatankur sem heiti því nafni og til þess að hægt sé að dæla úr honum þurfi að fylla á hann svo að hann tæmist ekki þegar dælt er úr honum.

Hið rétta er að gangverkið er einmitt öfugt. Ríkissjóður dælir fyrst út nýsköpuðum peningum (í formi ríkisútgjalda) og tekur þá svo til baka úr umferð (í formi skatta og gjalda) til að viðhalda jafnvægi. Þetta jafnvægi byggist ekki á því að fyrst þurfi að taka inn til að geta svo greitt út, heldur eru engin takmörk á því hve mikið er hægt að greiða út önnur en hve mikið er hægt að taka til baka eftir á svo að jafnvægið haldist nokkurn veginn. Því ef það fer úr jafnvægi er voðinn vís og þá fer allt úr böndunum eins og hefur því miður oft gerst.

Með því að Landsvirkjun skili sem mestu af hagnaði sínum aftur til ríkissjóðs í formi arðs er í raun verið að taka peninga til baka úr umferð, sem þýðir að ríkið þarf ekki að beita skattlagningu í eins miklum mæli og ella til að ná því markmiði. Það er því gott fyrir hagkerfið að Landsvirkjun skili sem mestum arði í ríkissjóð, svo lengi sem handhafar fjármálavaldsins gera sér grein fyrir því að það er ekki gróði fyrir ríkið heldur aðeins endurheimt á því sem hefur þegar verið greitt út og sett í umferð sem nýtt peningamagn. Ef þeir fatta það og búa ekki til ný útgjöld á móti dregur það úr peningamagni í umferð sem dregur að sama skapi úr verðbólgu.

Af sömu ástæðu ættu engir bankar að vera í einkaeigu því þeir hafa líka vald til skapa peninga og setja í umferð án þess að eiga þá fyrst, en ef þeir eru í einkaeigu taka þeir þá ekki endilega svo gjörla aftur úr umferð heldur hafa beinlínis hag af því að halda viðskiptavinum sínum skuldsettum út í hið óendanlega og búa þannig tilverðbólgu. Ef allir greiddu upp skuldir sínar við bankana myndu þeir einfaldlega hverfa en með því að leggja vexti á peningamagnið sem er í raun sameignleg auðlind sjá þeir til þess að við getum það aldrei.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2024 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband