Erfiðið út í buskann

DSC09053 Eldgos IvarP 2024-7Nú í nótt horfði ég út um gluggann á 7. eldgosið á Reykjanesi á árinu 2024 fara af stað og spúa ógnarmagni af gróðurhúsa- lofttegundum út úr sér. Þeir klukkutímar gerðu að engu alla milljarðaeyðsluna, skattana, aukavinnuna, streituna og erfiðið sem almenningur er látinn taka á sig í ár vegna losunartrúar flestra pólitíkusa. Svo ætla þegnarnir að kjósa sömu álögur eða meiri vegna gufutrúarinnar næstu fjögur árin, að fjölga göddunum á sjálfspíningarsvipunni.

Hvað þarf til?

Hvað þarf eiginlega til svo að þið hættið þessu? Gos í Kötlu, Bárðarbungu, Öskju í viðbót við sjö gos á Reykjanesi á ári? Nei, ekkert náttúrulegt virðist virka til þess. Aðalmálið er víst öreindin sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla á Íslandi. Á meðan hlæja Bandaríkin, Kína, Rússland og Indland alla leið í bankann. 


mbl.is Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rétt Ivar losunartrúaðir hætta ekki meðan klingir í bauknum þeirra,en við gætum kannski trúað einum til þrem fyrir atkvæði okkar; kannski sðiðasti séns!

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2024 kl. 02:44

2 Smámynd: Hörður Þormar

Ívar Pálsson.

Hefur þú einhver gögn sem sýna fram á að eldgosið á Reykjanesskaga spúi "ógnarmagni af gróðurhúsalofttegundum út úr sér"? Ef ég man rétt þá þá er útblástur CO2 af mannavöldum margfaldur á við það sem kemur frá eldgosum.  Sé það ekki rétt þá bið ég þig um gögn sem sýna annað.

Síðasta ár er það hlýjasta á jörðinni frá því að samræmdar hitamælingar hófust. Hér er ekki um neina "losunartrú" að ræða heldur mældar staðreyndir. Þetta er í samræmi við það sem spáð hefur verið fyrir löngu og flestir sérfræðingar hafa varað við.

Ég get ekki skilið hvers vegna sumt fólk berst af þvílíku offorsi og heift fyrir sóun á olíu og öðru jarðefnaeldsneyti að það hreytir fúkyrðum í þá sem vilja geyma þessi efni í jörðinni, kallar þá "loftslagsglópa" og öðrum ónefnum. Er þetta fólk kannski að berjast fyrir hagsmunum arabískra olíufursta, ólígarka Pútíns eða kannski amerískra olíuhringa sem ætla sér að brjóta upp náttúruverndarsvæði til þess að vinna þar olíu?

Ég held ekki, ég held einfaldlega að þetta fólk hafi bara svo mikla þörf fyrir að hafa andstæða skoðun við aðra.  

Hörður Þormar, 22.11.2024 kl. 18:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður Þormar.

Hefur þú einhver gögn sem sýna fram á það sem þú virðist halda?

Er ekki eðlilegt að gera sömu kröfur til síns sjálfs og annara?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2024 kl. 01:12

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Raunar þarf ekki að ræða það hve mikil losun gosefna og gastegunda á sér stað í þessum gosum á Reykjanesskaga, sem nú eru 10 talsins á þremur árum. Horfðu bara á fyrsta klukkutímann: upp í 2400 rúmmetra af hrauni á sekúndu. 40 ft gámur tekur 67 rúmmetra, því eru þetta 36 gámar af hrauni á sekúndu. Það eru 2160 gámar á mínútu, eða 129.600 gámar á klukkustund, eða rúmar 3 milljónir gáma á sólarhring! Rúm 500 gámaskip á sólarhring. 

Til þess að lyfta þessum ósköpum af hrauni þarf verulegt gas, sem kreistist út úr berginu og fer út í loftið. Margt af því eru öflugar gróðurhúsalofttegundir með margfalt meiri slíkt afl en koltvísýringur. Ég hef marg- leitað eftir þeim upplýsingum hvað einmitt þessi kvika losar mikið á rúmmetra, en þar sem langflestir jarðfræðingar eru vinstri menn, þá fást þær upplýsingar ekki ræddar. En það gefur auga leið að það þarf ekki marga sólarhringa (eða einn) til þess t.d. að jafnast á við árslosun fólksbíla á Íslandi. 

Loksins þegar þessi losun var almennilega rannsökuð með sikk-sakk flugi yfir eldstöðina, árið 2016, þá var það yfir Kötlu sem var ekki að gjósa. Hún losar þannig 24.000 tonn á dag án goss.

Ívar Pálsson, 26.11.2024 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband