Valtað yfir Pólland hjá ESB?

Hvers á Pólland að gjalda?  Evrópskir valdamenn hafa keppst við að stjórna og skipta landinu upp í gegn um tíðina, fyrstu skiptingar árið 1772, síðan 1793, 1795, 1815, 1832, loks 1939 og nú eru Evrópusambandsherrarnir að draga úr völdum hinnar pólsku þjóðar.PolandSkiptingar Það er aðallega á beinan hátt í stjórnarsáttmála ESB með samningi í morgun, en líka í síðustu viku með því að lækka umbeðinn koltvísýringslosunarkvóta Póllands um 26,7% og snarminnka þar með tækifærin til vaxtar næstu 5-10 ár.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fékk Jaroslav Kaczynski, forsætisráðherra Póllands, til þess að samþykkja stjórnarsáttmála ESB í morgun með aðstoð Sarkosy hins franska, en Kaczynski hafði áður sagst ætla að verja "kvaðratrótar"-reglu Póllands til dauðans, þar sem atkvæðisréttur í ESB átti að fylgja kvaðratrót mannfjölda ríkjanna.  Síðastliðinn þriðjudag lýsti Kaczynski Þýskaland ábyrgt fyrir minni íbúafjölda Póllands, þar sem Þýskaland hóf Seinni heimsstyrjöldina. En nú þarf Pólland að sætta sig við minni völd og hugsanlega minni vöxt en áður, þar sem ráðandi öfl í Evrópu valta yfir "litla" Pólland, aðeins 38,5 milljónir manna, þótt þetta sé látið líta öðruvísi út í nafni samheldninnar. Hvernig skyldi okkur ganga í ESB?


mbl.is Pólverjar lýsa ánægju með samkomulag um nýjan ESB-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband