Innanlandsflug, ekki millilandaflug

Viðtalinu í "Íslandi í dag" á Stöð 2 við talsmann Iceland Express (IE) var eflaust ætlað að sýna fyrirtækið sem frelsandi engil að boða samkeppni í innanlandflugi, en sýndi í staðinn ótrúlega löngun IE til yfirgangs gagnvart borgarbúum, stjórnkerfi og raunar öllum viðeigandi Reykjavíkurflugvelli. REK flugvallar framtidFljótlega kom í ljós að aðalstefnan er sú að fyrirtækið hefji millilandaflug beint frá Reykjavík, tvisvar á dag, bæði til London og Kaupmannahafnar, átta brottfarir eða lendingar á dag. Þessi fyrirætlan birtist ekki í fréttunum, heldur í viðtalinu sjálfu. Talsmanninum fannst sjálfsagt að samþykkja beiðni félagsins, sem kom ekki fram sem beiðni, heldur ákveðin og ítrekuð ætlan IE. Samgönguráðherra tók réttilega og skýrt fram að jákvætt yrði skoðaðar innanlandsflugsáætlanir IE, en ég efast jafnvel um að hann hafi verið spurður um millilandaflug.

 

Millilandaflug kemur ekki til greina

Nú er reynt að láta líta svo út að sjálfsagt sé að þessar áætlanir IE verði samþykktar, en því fer fjarri. Helst ber að nefna, að hávaðinn og mengunin frá farþegaþotum  í millilandaflugi er langt frá því að vera samþykkjanlegur fyrir drjúgan hluta íbúa Reykjavíkur og Kópavogs. Iceland ExpressÞótt einkaþotum og einstaka stórri þotu sé leyft að stunda þetta flug, þá verður það ekki borið saman við áætlanaflug farþegaþotna. Jafnvel þótt við gleymum hávaðanum, sem erfitt væri fyrir flesta að gera eldsnemma á morgnana, þá yrðu loftgæðin í nokkrum hverfum eins og í meðal stórborg, ásamt stórauknum áhættuþáttum.

Icelandair og Iceland Express á fullu

Gæta þyrfti jafnræðis við leyfisveitingarnar og þá væri IcelandairIcelandair með jafnmikið millilandaflug, sextán sinnum bæði félögin samanlagt á dag. Rök talsmannsins um það að einkaflug sparist verulega eru hláleg, því að akstursleggurinn á milli Keflavíkur og Reykjavíkur er aðeins hluti tímasparnaðarins, þar sem hálfur dagur fer almennt í inntékk, leit, skyldubiðtíma og ferðir af og til flugvallar erlendis, auk þess sem hægt er t.d. á einkaþotu að lenda á London City Airport inni í miðborg London. Einkaþotur eru notaðar af þeim sem meta tímasparnað mjög mikils, eða hafa bara hreinlega efni á þeim og ætla ekkert að vera með okkur plebbunum í eilífðarröð.

Háskólarnir og íbúarnir skipta máli

Stóraukin starfsemi félaganna tveggja og eflaust annarra sem um það sækja hlyti að kalla á stórt svæði undir þoturnar og þjónustusvæði, jafnt fyrir þær og ekki síst farþegana. Það yrði Shengen- þetta og alþjóða- hitt sem allt kallar á aukið rými, en það er ekki fyrir hendi. Þessi starfsemi yrði öll að vera austan flugvallarins, því að vestan hans er íbúa og háskólasvæði þar sem einkaflugið er væntanlega á leiðinni burt, en Flugfélag Íslands færist austur fyrir í samgöngumiðstöðina. Haskolinn i Reykjavik merkiHáskólinn í Reykjavík hefur fengið stóru svæði úthlutað austan flugvallar og vænst er háskólabyggðar þar. Millilandaflug áætlanavéla og Háskólinn í Reykjavík eiga enga samleið, punktur.

Samkeppni í innanlandsflug!

Samgönguráðherra er hér með hvattur til þess að samþykka innanlandsflugs- áætlanir þessaFlugfélag Íslands ágæta félags, Iceland Express, ásamt áframhaldandi innanlandsflugi Flugfélags Íslands, verðugs samkeppnisaðila IE. En hverskyns millilandaflug stórra farþegavéla frá Reykjavíkurflugvelli er ranghugsun, sérstaklega þar sem við erum að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband