Mannréttindaferð til Afríku

Utanríkisráðherrra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir mannréttindi og áherslu á mannhelgi vera helstu áherslur sínar varðandi Afríku í opnugrein Mbl. í gær, þar sem Afríkuför hennar er rakin og ástæður fyrir kosningaferðalagi hennar til stuðnings sætis okkar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hver sá sem les greinina ítarlega hlýtur að gera sér grein fyrir því að Ísland hefur margt betra að gera en að skipta sér af málefnum Afríku í gegn um stjórnkerfið, hvort sem um er að ræða þróunaraðstoð eða sæti í Öryggisráðinu, sem er að drýgstum hluta um ófrið í Afríku. Raunar ættum við að beina orku okkar allt annað en til Afríku, þar sem stríð, spilling, fátækt, mannréttindabrot og ánauð er samofin sögu nær hvers einasta ríkis og þó sérstaklega þeirra ríkja sem Ísland “styrkir”.

Til styrktar í átökum Afríku 

Utanríkisráðherra segir ESB vera fyrirmynd Afríku. Afríka eigi að hafa sterkari rödd og geta mætt Evrópu og BNA á meiri jafningjagrundvelli. Íslendingar gætu helst komið að liði í Afríku. AfrikaStrakurVidVeggVið eigum að gera okkur meira gildandi í Afríku”. Nær engin viðskipti eru við Afríku, en það geti breyst. Ekki eigi aðeins að stunda matargjafir, ölmusu og þróunarhjálp. Íslendingar geti veitt stuðning í skærum og deilum innan Afríku, en á forsendum Afríkubúa. Gefa þurfi Afríkubúum tækifæri án þess að Evrópa eða Bandaríkin séu stöðugt að segja þeim hvernig eigi að gera hlutina og hvað sé rétt og hvað ekki. Horfa þurfi á hina hliðina á peningnum, möguleikum Afríku til framtíðar, umtalsverðan hagvöxt sumra ríkja. “Þessi ríki munu taka flugið”, segir hún.

Afskipti og loforð

Hvað er Ingibjörg Sólrún þá að gera þarna? Af hverju mega þau ekki ráða sér sjálf? Í hvað eiga Íslendingar að eyða milljörðum á forsendum Afríkubúa?
AfrikuHermadur Engin viðskipti af viti eru að baki, verið er að eiga við margar spilltustu þjóðir í heimi til þess að reyna að stilla til friðar þeirra sjálfra í milli. Endalaus ættbálkastríð valda því að grundvallargerð samfélaganna er í rúst og Afríkubúar vilja réttilega fá að laga sín mál sjálf án nýlenduherra eða skandinavískra samviskupólítíkusa sem allt þykjast vita eftir eina helgarheimsókn til álfunnar. Loforðaflaumur um aukna aðstoð, að auka framlög sem þegar eru allt of mikil, taka þátt í friðargæslu eða að taka við flóttamönnum málar okkur út í horn, þar sem við viljum ekki vera frekar en Hallgerður forðum. Sérfræðingar í Afríku segja helstu hjálp okkar felast í því að beita þrýstingi á stjórnvöld í löndunum til þess að auka gegnsæi í starfsemi sinni, til þess að spilling minnki. Ekki sýnist mér Íslend vera að feta þá braut.

Þróunaraðstoð, ekki til mannréttinda 

AfrikaBarnMedRiffilHelstu ríki Afríku sem Ísland hefur verið að veita þróunaraðstoð eru Mósambík, Malaví, Namibía, Úganda og Kenía, ekki beint framverðir heimsins í mannrétindum og mannhelgi, sbr. Kenía (e.Kenya), sem t.d. níðist á mannréttindum, þar með réttindum kvenna, ef dæma má eftir upplýsingum Human Rights Watch. Áhugasamir lesendur ættu að kynna sér stöðu hvers landanna í þessum málum (t.d. með þessum tenglum og á Google), þar sem peningar og orka okkar flæða inn til herforingjanna. Við aukinn lestur þá verður fólki æ ljósara, sérstaklega konum, að við ættum ekki að styðja þessar stjórnir, nema þá kannski þar sem Ísland getur haft bein áhrif á framvinduna, eins og í sjávarútvegsmálum í Namibíu. Réttast er að styðja frekar alþjóðleg samtök sem hafa lag á því að koma sem mestri aðstoð beint til skila án þess að eiga of mikið við stjórnarherra ríkjanna. Þar gæti  ABC barnahjálp kannski verið gott dæmi.

Náttúruauðlindir valda átökum

Náttúruauðlindir margra ríkja Afríku eru með endemum miklar, t.d. demantar Líberíu, en er lokað vegna stríða um nýtingu þeirra með viðeigandi spilingu. Olíu- og námutekjur Afríkuríkja hafaAfrika Demantur tilhneigingu til þess enda á einkareikningum í Sviss, en við sendum brot af þeirri upphæð til sömu ríkja til þess að friða samvisku okkar. Öll Afríkuríki, að tveimur undanskildum, fengu undir 5,0 í spillingareinkunn, þar sem auðlindirnar skila sér ekki til fólksins. Tilgangslítið er að senda þessum herrum fé án hirðis. Þótt ráðherra hafi hitt jákvæða manneskju eins og Ellen Johnson-Sirleaf, þá er ljóst að þjóðin sem hún hefur stýrt í tæp tvö ár, Líbería, er stríðhrjáð og rammspillt, þarf 215 milljarða skuldauppgjöf og fær ekki einu sinni einkunn.

Vandamál Afríku (og Mið- Austurlanda) leyst 

HRW Barn Afriku teikningMarkmið ferðar Ingibjargar Sólrúnar var “annars vegar að ræða í nálægð afstöðu til þróunarsamvinnu og málefna Afríku, en íslensk stjórnvöld leggja nú stóraukna áherslu á þróunarmál, og hins vegar að ræða málefni öryggisráðsins, en starfstími ráðsins fer að miklu leyti í að fjalla um málefni Afríku.” Næst ætlar Ingibjörg Sólrún í krossferð um Miðausturlönd (Palestínu, Írak?) til þess að leysa vandamál þeirra, eða okkar eins og hún segir vandamálin nú vera vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak forðum. Ritað verður á spjöld sögunnar, að þessi kona hafi rutt braut Íslendinga til lausnar á erfiðustu stríðasvæðum heims, en milljarðarnir sem bæta hefðu mátt stöðu bágstaddra á Íslandi þurftu því miður að nýtast annars staðar. Lesendur hafa eflaust einhverjar hugmyndir um betri not fjárins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær skynjun eins og endra nær hjá þér Ívar.  Köttað í gegnum krappið eins og sagt er til sveita.  Ég er ekki vel að mér um mál Afríkuríkja en eitthvað segir mér að ástandið þar sé svona vegna þess að það er vilji vesturvelda.  Þarna er voldugt neðanjarðarhagkerfi, sem ekki er gott að vita hverjir stjórna-glæpasamtök eða ríki með hagsmuni í slíku.  Þetta bitnar þó einatt á blessuðu fólkinu, sem er í grunnin jafn friðelskandi og sáttfús og við.

Þróunarhjálp má sín lítils, þegar hausinn er spilltur og er slíkt eins og að ausa sandi í botlausa tunnu.  Þessi hjálpariðnaður þjónar fáum útvöldum og ekki síst þeim, sem af vafasamri dyggð stýra honum.  Við erum oftast bara að kaupa okkur betri samvisku gagnvart hörmungum þessa fólks án þess að slíkt risti djúpt né byggist á skilningi á því hvað í raun er á seyði.  Ég hef aldrei séð vitræna greiningu á því.  Hér er sennilega um vestrænan efnahagsterrorisma að ræða í rótina.

Sú hjálp, sem mér finnst gæti skilað sér er að styrkja trúverðug samtök, sem styðja menntun fólks og hjálp til sjálfshjálpar, sem gæti komið á jafnvægi til lengri tíma litið.  Glæponarnir sitja hinsvegar við stjórnvölinn og eftir höfðinu dansa limirnir.  Þá fjóspúka erum við að fita eins og stendur.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samfylkingin virðist vera að skapa sér aðstöðu í Afríku, til að senda þangað aflóga vinstrisinna, sem hvergi eru nýtilegir. Nefna má Sighvat Björgvinsson, Kjartan Valgarðsson og Stefán Jón Hafstein. För Ingibjargar Sólrúnar til Afríku var ekki hvað síðst farin til að heilsa upp á nýlendu Samfylkingarinnar í þessari heimsálfu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband