Áhættan jókst fjórfalt

Skuldatryggingarálag (CDS) Kaupþings banka á markaði hækkaði um 30% við fréttirnar um kaup þeirra á NIBC Holding NV bankanum. Markaðurinn telur því hættuna á greiðslufalli Kaupþings hafa aukist sem því nemur, en hafa ber í huga að verðlagning áhættu á markaði hefur líka hækkað verulega. Kaupþing hefur því farið úr um 27bp í lok maí sl. í 108bp núna, 400% hækkun álagsins á þremur mánuðum. Bankinn sem keyptur er, NIBC, hafði farið flatt á falli bandaríska húsnæðislánamarkaðarins, en þeir þættir voru undanskildir við söluna. NIBC merki

Markaðurinn ræður, ekki matsfyrirtækin

Bankar sem eru mjög skuldugir fá á sig hátt álag í þessum flöktandi markaði, þar sem verðmæti ýmissa skuldabréfaafleiða er dregið í efa. Mat Moody's og S&P hefur æ minna að segja, t.d. vegna þess að bréf sem fengu AAA flokkun (sama og bréf bandaríska ríkisins) eru nú seld á 70% virði á markaði. Það er nú allt öryggið! Hver nýr dagur á markaði undanfarið sýnir betur hvernig raunveruleg áhætta var falin á bak við flókna bréfabunka og mat fyrirtækja, sem eiga tilveru sína undir starfseminni og stimpla allt fram og til baka. Nú þurfa bankar að sanna fyrir fjárfestum að athafnir þeirra séu tryggar. Samkvæmt ofangreindu er það ærið verkefni fyrir Kaupþing.


mbl.is Kaupþing kaupir hollenskan banka á tæpa 270 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður er hætt við að Kaupþing hafi færst of mikið í fang með kaupum á NIBC Holding. Ekki þó rekstrarlega, heldur hvað varðar eignarhald. Seljandi NIBC, J.C. Flowers & Co. verður annar stærsti hluthafi Kaupþings og gæti fljótlega orðið stærsti hluthafinn.

Þar með færi Kaupþing sömu leið og Actavis, það er að segja út af Íslendskum hlutabréfamarkaði. Slík þróun væri mjög skaðleg fyrir almenna fjárfesta og efnahag Íslands. Við megum ekki við því að missa beztu mjólkurkýrnar úr landi. Sígandi lukka er bezt á þessu sviði eins og flestum öðrum. Okkur liggur ekki lífið á að verða stærstir.

Annars mun mat markaðarins á þessum kaupum varla verða ljós, vegna almennrar lækkunar á verði hlutabréfa. Mín spá er, að OMXI15 vísitalan muni falla undir 7000 stig fyrir áramót. Hugsanlega og vonandi mun Kaupþing koma sterkt til baka á árinu 2008.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.8.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband