Jenið styrktist um 25%

Flóttinn frá krónu, ástralska dollarnum, nýsjálenska dollarnum og öðrum hávaxtamyntum í falskri stöðu er alger í dag. Fyrri lýsingar mínar eiga nú vel við. Japanska vaxtamunaverslun heimsins snarminnkar og hefur valdið 25% falli krónu nú þegar þetta er skrifað, sl. 24 daga gagnvart Jeni. Moodys tekjur og hlutirBankar í erfiðri stöðu vegna þessa og annarra mála eru að neyðast til þess að selja eigur sínar með miklum afföllum. Krónubréf á gjalddaga verða tæpast endurnýjuð í þessu umhverfi. Raunar er líklegast að framvirkum samningum gegn slíkum viðskiptum verði lokað vel fyrir gjalddagana. Því er stóra fall krónunnar líklega ókomið, þrátt fyrir 25% gengisfellingu gagnvart jeni. Leiðréttingin sem hefur átt sér stað er aðeins úti í heimi. Okkar 800 milljarða leiðrétting er líkast til enn eftir, amk. er ekki ljóst enn hvað ætti að stöðva þessa þróun.

Matsfyrirtækin héldu vitleysunni uppi

Moody's og önnur matsfyrirtæki hafa haldið þessu sjónarspili okkar með krónuna (og raunar hlutabréf) gangandi allt of lengi með sínum ofurháu mötum, þar sem áhætta er nær hunsuð. Nú er ESB loks komið í spilið með rannsókn á starfsemi þeirra.  Fyrirtæki eins og Moody's eru ekki hlutlausir matsaðilar, þar sem tekjur þeirra koma aðallega frá fjármögnun (e. structured finance) fyrir skjólstæðinga sína. Mat þeirra er því ávallt málum blandið.

Inngrip seðlabankanna til lítils

Seðlabankar heimsins hafa keppst við að dæla lausafé inn á markaðinn í trilljónum með litlum árangri, enda eru engir refsivextir eða höft á þessu auðfengna fé. Okkar litli útkjálka- Seðlabanki verður að hanga á sínum fáu krónum eins og hundur á roði ef við eigum að geta tórað hér með krónuna. Ef stýrivextir hækka eða jafnvel standa í stað, þá erum við komin í hringavitleysu ofurvaxtanna fyrir alvöru, en ef þeir verða lækkaðir, þá eykst flóttinn, gengisfallið og síðan verðbólgan. Þessa þversögn fangans kaus Seðlabankinn með því að fara svona hátt með stýrivextina í eltingaleik sínum við verðbólgustig. Davíð, "I told you so".

Ýmsir tenglar í dag: 

 

Yen Gains to Highest Since 2006 as Investors Exit Carry Trades

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a7BVwXGUK.8E&refer=home

Yen surges as carry trades unwind

http://www.ft.com/cms/s/d7dc639e-4bd9-11dc-b67f-0000779fd2ac.html

Yen Rises to 5-Month High Against Dollar as Carry Trades Exited

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a2AW8hucC_24&refer=home

FT Yen surges as carry trades unwound

http://www.ft.com/cms/s/d7dc639e-4bd9-11dc-b67f-0000779fd2ac.html

Carry traders dash for the exit

http://www.ft.com/cms/s/dfc994e4-4b5e-11dc-861a-0000779fd2ac.html

Global Stocks Tumble; Deutsche Bank, BHP, Macquarie Bank Fall

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aVhNE2eKjF8Y&refer=home

Run on U.S. Treasury Bills Spurred by Subprime Paper Contagion

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=ahzoJRnX63dg&refer=home

Subprime-Infected Funds Drive Demand for Dollars (Update2)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=aaN4z4qY.gMg&refer=home

European market gripped by fear

http://www.ft.com/cms/s/47122c40-4bbb-11dc-b67f-0000779fd2ac.html

Share sell-off sweeps through Europe

http://www.ft.com/cms/s/47122c40-4bbb-11dc-b67f-0000779fd2ac.html

Rating agencies hit by subprime probe

http://www.ft.com/cms/s/d27da730-4b5e-11dc-861a-0000779fd2ac.html

Wall Street hit by late sell-off

http://www.ft.com/cms/s/e4425d20-4aa6-11dc-95b5-0000779fd2ac.html

FT Credit rating agencies

http://www.ft.com/cms/s/073280b4-4b63-11dc-861a-0000779fd2ac,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F073280b4-4b63-11dc-861a-0000779fd2ac.html&_i_referer=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fhome%2Feurope

 


mbl.is Krónan hefur veikst um 12,6% á tæpum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband