Nú skil ég Þórberg!

Þessa mynd tók ég áðan við æfingar úti við Skerjafjörð, rétt hjá þeim stað sem við fylgdumst með Þórbergi Þórðarsyni nöktum við Mullersæfingar og hugleiðslu þegar ég var barn að aldri. Æfing við sólseturOrkan sem streymir inn í mann með fersku lofti við sólarlag hlýtur að vera æðri þeirri sem fæst í hringsólandi flensulofti heilsuræktarstöðvanna, auk útsýnisins sem kostar ekkert.

Athugið að þetta eru hnéin mín neðst á myndinni. Á meðan ferðuðust hlauparar og kajakræðarar framhjá mér.Kajakar og Bessastaðir að hausti Þórbergur hefur komið af stað bylgju!

PS: ýtið þrisvar á myndirnar til þess að ná fullri stærð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli það sé ekki skilyrði fyrir því að verða góður rithöfundur að skynja hið cosmíska samhengi eins og Meistarinn með barnshjartað gerði. Þarna í fjörunni komst hann í samband við það.

Ég er rétt byrjaður að lesa ævisögu Laxness eftir nafna hans og það gladdi mig mikið að lesa að hann telur sig hafa upplifað svipaða hluti og ég lýsi í "Berrassaður Strákur á Fjalli"  Hann segist þó hafa verið eins og fiskur, sem allt í einu uppgötvaði hafið.  Mjög lýsandi og mjög Laxness.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Stefán Bjarnason

Ég hélt fyrst að þetta væru brjóstin á þér

Stefán Bjarnason, 21.9.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Jón Steinar, þú lýsir tilfinningunni vel í sögunni "Berrassaður Strákur á Fjalli". Ég er orðinn háður því að horfa á sjóndeildarhringinn daglega eins og gúrúarnir. Það hjálpar við skriftir, en það þarf meira til að gera mig að rithöfundi!

Stefán, hnén áttu að vera blekking um bakhluta. En ekki er það barmur, því að við höfum hlaupið allt slíkt af okkur, er það ekki?

Ívar Pálsson, 21.9.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Harmur að þetta er ekki barmur...

sko svona verð ég uppnuminn bara af því að horfa á myndirnar af fegurðinni !! Hlakka mest til að hafa útsýni og horfa eins langt og augað eygir þegar ég kem aftur heim. Þá ætla ég líka að leggjast í lestur á Þórbergi og í staðinn fyrir Mullersæfingar er ég að hugsa um að gera Lotte Berk æfingar sem eru sambland af jóga og ballettæfingum.

Kær kveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 15:18

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Katrín, ég sé þig fyrir mér hérna niðri við sjó að gera æfingar þar sem listaverkin voru á stígnum. „Vertu velkominn heim, yfir hafið og heim“!

Ívar Pálsson, 21.9.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll Ívar.  Þetta er áhrifaríkt.  Ekki vissi ég að þú hefðir séð ,,Meistarann" gera mullersæfingar.  Ég held reyndar mikið upp á Þórberg og á flestar bækurnar hans.

Þú verður að taka Stebba í tíma ef hann þekkir ekki muninn á brjóstum og hnjám á karlmanni. 

Gunnar Þórðarson, 21.9.2007 kl. 16:22

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þórbergur var auðvitað bara vera frá fjarlægu Halastjörnunni Enginleiðindi. Mullersæfingarnar tel ég vera einhversskonar samskiftamál þeirra sem þær stunda við verur frá þessari Halastjörnu. Ég hef fylgst með þeim senda skilaboðin í sundlauginni á Akureyri og það má heyra suð í loftinu þegar þeir senda. Mér sýnist það megi sjá Halastjörnuna á annars frábærri mynd þinni, ef vel er rýnt. 

Pálmi Gunnarsson, 21.9.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband