Alvörutungl

Manneskjur eru móttækilegar fyrir tunglinu. Þetta fulla tungl reis áðan í Nautsmerki. Diskarnir taka á móti upplýsingum frá gervitunglum. Hvenær kemur tungl- móttakari? (ýtið þrisvar á myndina fyrir fulla stærð).Gervi tungl

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fallegt.  Hef tekið eftir afar bjartri stjörnu í austri (ca.) undanfarið.  Er það síríus eða pólstjarnan?  Nánast eins og flugvél í aðflugi eða kastari.  Man ekki eftir að hafa séð hana svona skæra.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2007 kl. 01:59

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ekki langt þar til merkjasendingar frá Mánanum verða algengar og líklega stöðugar. Allir,eða svo gott sem, ætla að lenda þar á nærstunni.

Hvað merkir orðið Máni ?

Ég tel að það sé skylt orðinu "mæna" (stara, gnæfa) og grikkneska orðinu "mono" (einn, aleinn, stakur). Upphaflega líklega í sambandinu "mono-derketes" (ein-eygður).

Hvað merkir þá orðið tungl ?

Ég tel nokkuð öruggt, að það er ummyndað af  þýðska orðinu "dunkel" (daufur, ógreinilegur).

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Máninn var fullur á Sri Lanka degi á undan Íslandi.  Við höfðum fullt tungl hér á fimmtudegi og frídagur að vanda, poja dagur, hjá búddistum.

Hér verður fullt tungl 24. desember og síðan frídagur á jóladag.  Þetta verður því löng jólahelgi hér í landi, laugardagur, sunnudagur, pojadagur og jóladagur.

En þetta er flott mynd hjá þér Ívar.

Gunnar 

Gunnar Þórðarson, 29.10.2007 kl. 15:41

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Jón Steinar, fyrst stjarnan þín er svona lágt á lofti, er það ekki Venus? Hún er alltaf að þvælast í hálfrökkrinu. Almanak HÍ 2007 segir á bls. 67 um október: „Venus og Satúrnus eru morgunstjörnur á Austurhimni... Venus er miklu bjartari, enda skærasta stjarna himins“. En ef þú sérð plánetuna á næturhimni: „Mars er eina reikistjarnan á næturhimninum“ (innsk. þ.e. í október).

Þá veit maður að máninn er fullur og eineygður ógreinilegur einstaklingur!

Gunnar, ég vissi ekki að Búddistarnir haldi elífðar partí. Þeir ætla sannarlega að nota þetta líf umfram öll hin! 

Ívar Pálsson, 29.10.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband