Mótorhjól, ungar og blíðan

Laugarvatn og Þingvellir ljómuðu í heiðskíru logninu núna kl. 7 að sunnudagsmorgni. Ég sveif um á mótorhjólinu til Reykjavíkur í engri umferð, en náttúran hefur sínar hættur. Í þetta sinn voru þær helstar, að ungar fjölda fuglategunda vöppuðu um malbikið, allt frá lóuþrælsungum upp í rjúpur og gæsir. Lítið er lunga í lóuþrælsunga, þannig að valið er erfitt, þegar staðið er frammi fyrir því, hvort sveigja skuli frá agnarlitlu kríli og taka áhættuna á brotlendingu utan vegar, eða víkja hvergi og drepa litla ungann.  Ég fór því milliveginn, ók hægar og sveigði oft frá en naut náttúrunnar því betur. Þokan tók síðan við á Mosfellsheiði og háskýjað lognið í Reykjavík.Kona i Hanoi med barn

Indland motorhjol 1Annars er maður öllu betur varinn en flestir mótorhjólaferðalangar, því að þeir eru í Asíu, þar sem hitinn og hjálmlausa tískan ríkir. Minn hjálmur er sérsmíðaður af Bell, ég nota mótókross brynjuvesti með mittisbelti, buxur með lendahlífum, hnjá- og legghlífar, stígvél með stáli og hertu plasti, styrktan jakka með bak, axla og olnbogahlífum og hef þykka leðurhanska á höndum.  En t.d. í Ho Chi Minh (e. Saigon) borg í Víetnam, þar sem er heilmikil umferð, þar er fjölskyldan á mótorhjólinu eða á skellinöðrunni með nákvæmlega engar varnir. Það þótti mér erfitt að horfa upp á, enda varð mótorhjólaslys hjá fjölskyldu akandi  við hliðina á okkur þar sem við hjónin vorum í leigubíl á Indlandi. Leigubílstjórinn okkar ók bara áfram.Indland motorhjol fjolsk2Indland motorhjol fjolsk1

 


mbl.is Blíða um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband