Hönnu Birnu er treyst fyrir flugvellinum

Hanna Birna Kristjánsdóttir kemur vel fyrir sem traust stjórnmálamanneskja til þess að byggja á.Hanna Birna Kristjansdottir Ábyrgðin og festan er augljós. Því kemur það á óvart að hún skuli setja flutning  Reykjavíkurflugvallar í eins konar framkvæmdaferli, því að það er ein helsta leiðin til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður fyrir næstu kosningar. Bitruvirkjun styrkir okkur, en amk. 20-30 milljarða óráðssía í ónauðsynlega tilfærslu á nýbættum flugvelli til eyðileggingar umhverfis og áþjánar Íslendinga ætti ekki að vera forgangsverkefni nýrrar borgarstjórnar, heldur að halda reglu og aðhaldi á fjármálum borgarinnar í lausafjárkreppunni.

Lóðaskortur er ekki og verður ekki vandamál á Stór-Reykjavíkursvæðinu í náinni framtíð í fallandi fasteignamarkaði. Skortur á almennu aðhaldi og ráðdeild er aftur á móti viðvarandi. Hanna Birna nær kannski að bæta úr því fyrir okkur. En henni er treyst fyrir flugvellinum og því þarf fyrst þarf að færa flugvallarmálið í neðstu skúffu borgarstjóraskrifborðsins.


mbl.is Vill auka samstarf við minnihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband