Myndir frá maraþondegi

Gærdagurinn var skemmtilegur hlaupadagur.  Að vísu kom ég ælandi (bókstaflega) í mark á 51:08 íBaldur Tryggvason 10 km hlaupinu, en það tók af fljótt og léttleikinn yfir fólkinu var upplífgandi. Þáttaka í þessu hlaupi veitir aðhald mörgum miðaldra Mullersæfingamönnum eins og mér . En langskemmtilegast er að sjá nýja kynslóð færa sig úr kóki, snakki og tölvuleikjum yfir í Boot Camp aga og maraþonhlaup. Bræðurnir Baldur og Bjarni Tryggvasynir eru gott dæmi um þannig kappa. Þeir og fleiri nutu stuðnings náinna sem hvöttu maraþonhlaupara áfram. Þar voru gjarnan útlendingar sem höfðu bókað snemma (með lág númer) og ferðast hingað, klára maraþonhlaup á einhverjum tíma en kynnast landi og þjóð á sérstakan hátt.

Ég færi þeim þakkir sem að þessum hlaupadegi standa, þetta var vel gert.

BjarniT hvattur og hvetur

Myndaalbúmið er hér til hliðar. Sem fyrr þarf að þrístyðja á hverja mynd til þess að hún sé af fullri stærð.

 

The Reykjavik „Glitnir“ Marathon 2008 was enjoyable for many, also as a half- marathon event, 10 km or other runs. Here are photos of some of the runners passing my neighbourhood, mainly foreign nationals such as from Canada and Switzerland, encouraged by cheerful locals. A small photo album shows a few of them here on the right in the blog. Sorry I missed so many, as I was trying to regain strength after my 10k run! These runners had 12 km left to run of the full marathon. You  need to click three times on the photos to get the full size.


mbl.is Reykjavíkurmaraþonið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nagli ertu drengur! Til hamingju með þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jóna. Mín afsökun fyrir því að fara ekki hálft eða heilt maraþon er sú að maður getur jagast í sundur, en ég er með 30 ára heilsuplan í þessu: Alltaf bara 10 km, en stefnt á mínútufjölda eftir aldrinum. Á sama tíma að ári, 51 mínúta 51 árs. Ætli maður kljúfi ekki 80 mínúturnar um áttrætt ef hjólagrindur eru leyfðar!

Ívar Pálsson, 24.8.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Trúðu mér... fyrir antisportistanum mér eru 10 km heil og klár ósköp. Ég dáist að þér og þegar þú kemur í mark á áttugustu mínútu þarna eftir 30 ár mun ég standa á hliðarlínunni og hvetja þig til dáða.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk aftur, Jóna. Kannski kemur að því að þú ánetjist hlaupum um miðjan aldur og verðir óstöðvandi eftir það eins og mágkona mín, hver veit? Þá snúast kannski hlutverkin við.

Ívar Pálsson, 24.8.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veistu... ég er með hlaupaplan fyrir byrjendur á borðinu mínu í vinnunni og gef því auga öðru hverju. Veit ekki hvort ég afreka einhvern tíma meira en það. En ég er byrjuð á að fara í göngutúra. Sem ættu auðvitað að vera hluti af lífstíl hvers og eins. Við vorum sköpuð til að ganga. Meira en nokkuð annað. Ég er á því að það sé ein hollasta hreyfing sem hægt er að stunda. Kannski hitti ég þig í 10 km hlaupinu eftir 1-2 ár... kannski....

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Erfiðast er að koma sér út tímanlega í hvert skipti. Eitt bragð dugar mér betur en annað til þess að hlaupa, því að maður efast gjarnan um að mann langi, en það er að spyrja mig á þeirri stundu: Hef ég nokkurn tíma séð eftir að hafa farið af stað þegar ég er á heimleið?. Svarið er alltaf nei og því heldur þetta áfram.

Ívar Pálsson, 25.8.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband