Mögnuð nótt

Nordurljos IPNú sjást norðurljósin aftur og sýna rafsegulstorma sólar sem skella á segulsviði jarðar. Ég tók þessa mynd um kl. 22:30 áðan yfir Skerjafirði. Ég er enn þeirrar trúar að lægðir kreppist frekar, sem verða fyrir miklum rafsegulstormum. Mannfólkið fær eflaust sinn skammt líka.

Smellið þrisvar á myndina til þess að sjá stjörnurnar. Hvað táknar þetta form?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér skilst að sólblettavirkni hafi dvínað hratt undanfarin misseri og að tíðindaleysi mikið ríki á stjörnunni gulu. Sumir hafa meira að segja gert þetta að ahyggjuefni, en víst er að það er hægt að finna þau efni víðar ef mönnum þykir það ástand eftirsóknarvert.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband