Gjaldeyrinn í krónur og þaðan í ofninn

Löghlýðnir borgarar moka nú gjaldeyri sínum yfir í krónur í brennsluofn ríkisins, píndir til þess innan tveggja vikna á fölsku ríkissköpuðu hágengi sem er í engum tengslum við raunveruleikann.  Þau ganga þarmeð í hóp hinna síblekktu, sem sjá ekki í gegn um sjónarspilið með platkrónuna. Gjaldeyri brenntRíkið tók við af bönkunum sem blekkingarmeistari. Fleyting krónu fór þannig fram að amk. 500 milljarðar af gjaldeyriseftirspurn voru teknir í burtu (jöklabréf og allir aðrir sem vilja út úr hrundu bankakerfi) og þrjár ríkisstýrðar bankaleifar þykjustu- versla sín á milli en hafa þá dagsskipun frá yfirmanni sínum eina að styrkja krónuna með ráðum og dáð. Sjóðir og aðrar eignir eru hirtar erlendis frá og hrapa í verði á innleiðinni. Bankar geta þannig haldið áfram að fá helstu tekjur sínar núorðið, gengismun í krónunni sem veikir gjaldmiðilinn en styrkir bankana áður en þeir verða afhentir kröfuhöfunum. Á meðan borgum við 60-100 milljóna króna vexti á dag vegna jöklabréfanna.

Gjaldeyrishöftin: niðurgreiðslur fyrir hina útvöldu

Með gjaldeyrishaftalögunum þá er þetta eins langt frá viðskiptafrelsi með gjaldeyrinn og hugsast getur, niðurgreiðsla skattborgara fyrir þá fáu útvöldu sem mega kaupa hann, ríkisbankana og tengslafyrirtæki þeirra. Reynt verður að halda þessari sýningu áfram út 31. desember í ár, svo að fyrirtækin og stjórnmálamennirnir geti haldið áfram. Eins og segir í lagi Bjartmars, Týnda kynslóðin: „… missum ekki af Gunnari og sjóinu“ núna yfir jólin.

Verður inneignum breytt í hlutafé að lokum?

Leiðin út úr jöklabréfunum sem ríkið gæti reynt er kannski sú að henda þeim pakka inn í risakröfupakka bankanna og afhenda svo allt saman til erlendu kröfuhafanna sem hlutafé. Kröfuhafar tíu þúsund milljarða krónanna munu ráða yfir bönkunum og eflaust krefjast jafnræðis veðskulda og inneigna. Geta inneignir okkar í bönkunum þá ekki orðið að hlutafé og þar með að engu vegna smæðar sinnar?


mbl.is Dýrasta endurskipulagning mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Birgisson

Sorglegt en satt.

Valdimar Birgisson, 9.12.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert er þá hið rétta gengi? Sumar hafa viljað vitna í heimasíðu Seðlabanka Evrópusambandsins en talsmaður bankans sagði í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag að gengisskráning hans sé aðeins til viðmiðunar. Bankinn uppfæri gengi krónuna á vef sínum þegar viðskipti með hana verði virk á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Fram að því lagði talsmaðurinn til að  leggur til að miðað væri við opinbera gengisskráningu Seðlabanka Íslands.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item241046/

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Píndir er rétt orð en þeir sem skipta erlendum gjaldmiðli utanlands geta valið 2 ára fangelsi ella !

Ef erlend fjármálafyrirtæki eignast hlut í bönkunum fyrir skuldir má segja að þeir séu einnig píndir. Get ekki ímyndað mér að nokkurt fjármálafyrirtæki hafi minnsta snert af trausti til Íslenskra stjórnvalda.

Íslensk stjórnvöld hafa ætíð verið gjörsamlega óútreiknanleg í gjaldeyrismálum.  Minnisstæðast frá því ég fór að fylgjast með er í kringum 1980-2 þegar Alþýðuflokkurinn í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum lét hafa eftir sér að þeir tækju ekki þátt í að fella krónuna. Daginn eftir var bönkum lokað og síðan var gengið fellt um 20% ! Vinnufélagi minn var með tilbúið " Husby " hús frá Danmörku á Hafnarbakkanum og tapaði á 1 nóttu 20% af 1 stk einbýlishúsi ! Þúsundir hafa svipaða sögu að segja frá þessum tíma.

Þetta síðasta " krukk " stjórnvalda hefur sannfært mig um að þetta " stjórntæki " eigi að taka af Íslenskum stjórnmálamönnum í eitt skipti fyrir öll ! Þeir hafa aldrei höndlað það og þeim er ekki treystandi til að gera það í ókominni framtíð !

Hvernig gerum við það ? Ég er ekki nógu vel að mér til að svara því en ég spyr: Ef við værum í EU og hefðum tekið upp €; er þá ekki stjórntækið komið út fyrir landssteinana ?

Kristján Þór Gunnarsson, 9.12.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: haraldurhar

    Því miður virðist enginn von til að við losnum við þessa kálfa er stjórna peningamálum þjóðarinnar.

  Mig langar til þú útskýrir fyrir mér hvað þú átt við í grein þinni er þú segir;  Sjóðir og aðrar eignir eru hirtar erlendis frá og hrapa í verði á innleiðinni.

  Er verið að nauðaselja skuldabréf og hutabréf sem eru í eign ísl. erl?

haraldurhar, 9.12.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Valdimar, join the club!

Hjörtur, enginn veit hið rétta gengi fyrr en markaðurinn ræður því, en hann er ekki virkur. Nokkrar helstu ástæður mínar fyrir því að telja gengið vera öllu veikara en það er nú eru: Ríki og bankar fá ekki lán á markaði, gengi jensins (skuldanna) er mjög sterkt á markaði, eftirspurn eftir gjaldeyri er endalaus miðuð við krónu, framboð á gjaldeyri er ekkert sérstakt, handstýring virkar aldrei og býr til mismunun, lagalegt uppgjör bankanna er í upplausn osfrv. osfrv. „Handstýringarstofnun Ríkisins“ á gjaldeyri ákveður gengi krónu með aðgerðum sínum. Það er víst svona langtsem pendúllinn getur sveiflast í átt frá frjálsræðinu. Hvílík refsing!

Við verðum að tengjast alvöru gjaldmiðli strax, nærri því hvernig sem er. Kostnaðurinn við þessi gæluverkefni og handstýringarævintýri er hrikalegur. Stjórnin er samt okkar, þótt fara verði eftir aðhaldsreglum.

Haraldur: já ég velti því alvarlega fyrir mér, þegar ég skoða gjaldeyris- haftalöginhvort nokkrar undanþágur finnist. Ekki er það að sjá, þannig að ég skil það svo að verðbréf séu seld nauðungarsölu til þess að standast nýju ólögin.Við það snarstyrkist krónan í bili og eignirnar falla enn meir, miðað við gjaldeyrinn til langframa sem þær voru í.

Ívar Pálsson, 9.12.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

lækkaði gengið ekki í dag?

kannski pissið í skónum sé orðið kalt

Brjánn Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Getur verið að IMF lánið sé notað til að styrkja gengið?  Eða er innstreymi "löghlýðinna borgara" nóg til að valda styrkingunni þrátt fyrir að útstreymi gjaldeyris vegna innflutnings hljóti að hafa aukist síðustu daga?

Annars er það svo á þessum tímum að biblíuskólagengnum fólki væri betur treystandi til að fara með efnahagsmál þjóðarinnar, heldur en hagfræðingum og stjórnmálamönnum sem eru á fullu að reyna að endurreisa ósómann með gjaldþrota kenningum.

Magnús Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Nú svo að línuritið sem RÚV sýndi stolt í gær þar sem myntkörfulán lækkaði úr 37 í 28 milljónir á þremur dögum ekki raunverulegt?  Er þetta allt saman blekking?

Ég er hræddur um það, allir sérfræðingar segja að Ríkisstjórn og Seðlabanki geti og hafi hreint og beint ákveðið að krónan ætta að hækka með þessum höftum!  Síðan koma stjórnmálamenn fram í fjölmiðlum og segja að þessi styrking hafi komið þeim ánægjulega á óvart!!!

Það versta með þessa blekkingu er að almenningur heldur að hann sé ríkari en hann er í raun núna í desember og fólk á enn aftur eftir að eyða um efni fram og taka 100% Hagkaupslán til að hafa ein seinustu súperjól...

Róbert Viðar Bjarnason, 9.12.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sé að evran kostar 300 kall hjá ABN Amro, einum stærst banka Hollands. www.xe.com virðast þó fylgja seðlabankagenginu.

Villi Asgeirsson, 9.12.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ívar,

mjög góður pistill þó að ég skilji hann ekki til fullnustu. Sammála þér að við verðum að fjarlægja krónuna af sviðinu. Krónan og það sem tengist henni er rót margra vandamála okkar. Er ekki best að taka upp evru einhliða strax?

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.12.2008 kl. 19:45

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé að seðlabankar njóta ekki mikilla vinsælda á þessu bloggi. Ég er sammála.

Þess vegna legg ég til tengingu við Dollar með Myntráði. Útskýringar eru hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2008 kl. 22:58

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Brjánn, Pundið hækkaði um 0,5% í dag eftir 23% fall áður síðan 2.des! Magnús, við fáum ekki að vita hvað styrkir eða veikir krónuna á hverjum degi, það er meinið. En grundvallarskilyrði til þess að fá að ákveða eitthvað varðandi ríkisfjármálin núna er að sá hinn sami skuldbundindi þjóðina ekki langt og mikið fram í tímann.

Róbert Viðar, hvílík tilviljun að krónan styrktist! Myntkörfulánið lækkaði um 9 milljónir á 3 dögum. Trúir því einhver að það haldi árum saman?

Ætli svartamarkaðsverð Evru segi ekki best hvað hún kostar? Það var  15-20% hærra en Seðlabankinn áður, og er líklega bara aðeins lægra en það var. Kannski 170 kr. núna?

Takk Gunnar Skúli. Ég segi eins og flestir, við viljum helst Evru en ekki ef ESB er skilyrðið.Kannski er besti kostur Kanadadollar? Sterkt bandalag um lánveitanda til þrautavara gæti verið Kanada- Grænland- Ísland- Færeyjar- Noregur, Norræna auðlindabandalagið. Fáar manneskjur, miklar auðlindir til verndar og nýtingar. Já Loftur Alice, eða hópur einkabanka.

Ívar Pálsson, 9.12.2008 kl. 23:27

13 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ívar - Varðandi Kanada Dollar þá er hópur á Facebook sem er einmitt að stinga uppá annaðhvort US Dollar eða Kanada Dollar í grænu orku samhengi.

Iceland North America Alliance

Róbert Viðar Bjarnason, 10.12.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabanki Evrópu er með einhvers konar hálfopinbert viðmiðunargengi á krónunni og með hana einhvern veginn hálfvegis á skrá: Icelandic krona - Latest rate 1 EUR = 290.00 ISK (9 Dec 2008) en hún er lítið meira en neðanmálsgrein hjá þeim, sjá

http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 17:14

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þennan pistil, Ívar. Þú staðfestir það sem skynsemi mína grunaði en kann ekki að útskýra. Vildi að ég kynni eitthvað svolítið meira á fræðin þín en kannski á maður ekkert að hafa áhyggjur af þeim sem vilja trúa því að þeir hafi grætt margar milljónir á dag fyrir handstýrt gegni? Ef einhver getur nýtt þetta tímabil til að greiða niður erlendu lánin sín, þá kannski gott og vel, en verður þá ekki til einhver mismunur...? og hver greiðir hann?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband