Hvalir éta okkur út á gaddinn

Hvalir borða milljónir tonna af sjávarréttum við Ísland árlega. Hér er einstakt myndband frá BBC sem Hvalurinn etur fiskinnsýnir hnúfubak gæða sér á síld sem mávar og aðrir fuglar smöluðu saman fyrir hann, eins og við gerum með síld og loðnu:

http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/7940597.stm

Hve lengi á að fóðra hvalastofna landsins án þess að nýta þá af einhverju viti? Loðnan hverfur ofan í þá á meðan byggðir manna þjást og stofnarnir eru í mældu hámarki. En Einar Kristinn þorði að taka á þessu rétt, sem betur fer.


mbl.is Loðnuleit lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hvernig fóru íslendingar að á öldum áður þegar hvalir við landið voru miklu fleiri? var þá ekkert til að borða nema fjallagrös? svo er annað, þetta eru ekki hvalastofnar þessa lands heldur heimsins, og þú og þið sem hafið svona miklar áhyggjur af hinum illu hvölum sem eru að borða okkur útá gaddinn ( sjálfstæðisflokkurinn og kvótakerfið átti engan hlut að máli, nei nei, hahahaha) ættuð að einbeita ykkur að því að uppfræða hagsmunaaðilana sem hafa rústað sjávarbotninum og eyðilagt fiskistofnana "okkar" með ofveiði og ójafnvægi um það hvernig best er að umgangast náttúruna: af virðingu. Lærið það orð áður en það er of seint

svo er annað, þessir fáu fiskar sem eru eftir í sjónum þegar hvalirnir hafa tekið sinn skerf verða ekkert seldir úr þessu landi mikið lengur, þ.e.a.s ekki ef erlend stórfyrirtæki í miklum viðskiptum við okkur fara að kötta á það vegna okkar fávíslegu hegðunar og yfirgangs gagnvart náttúrunni, þá munu líka margir missa vinnuna í fiskvinnslugeiranum og þú getur hengt þig uppá það að engar hvalveiðar munu nokkru sinni bæta þann skaða. Auk þess hafa íslendingar aldrei í sögu sinni verið hvalveiðiþjóð, það voru útlendingar sem stofnuðu til þess bisness hér (nokkrir stórlaxar frá norge bara sem dæmi). Íslendingar (sérstaklega hálfvitarnir sem uppi eru í dag) eru ábyggilega eins lélegir í að leika það eftir þeim einsog þeir voru í að leika bankaviðskipti eftir alvönum bankaþjóðaköllum...en ok, ef þið viljið renna á rassgatið enn eina ferðina og verða að athlægi þá get ég ekki stöðvað ykkur - but you have been warned.

og rústum hvalaskoðunariðnaðinum endilega líka  

halkatla, 17.3.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna Karen: hvölum var haldið vel í skefjum hér áður fyrr, en fyrir þann tíma var þetta eilíft hark og ekki samanburðarhæft.

Íslenskir hvalir eru þeir sem hér gista til fæðuöflunar, hvenær ársins sem það er.

Hvalir éta jafn mikið, hvort sem við veiðum eða ekki. Ef við ofveiðum kemur át hvalanna því enn verra út.

Sjávarbotninn kemur uppsjávarfiskum og hvölum lítið við í þessu samhengi.

Útflutningur sjávarafurða er ekkert marktækt erfiðari vegna hvalanna, þá vinnu hef ég stundað í 25 ár og þetta er alltaf mest gaspur í fréttum. Allt prótein hefur sitt verð og markaði, líka hvalkjötið.

Þú segir landa þína sem uppi eru í dag eða amk. þá sem stunda útgerð eða erlend viðskipti vera hálfvita. Kannski þekkir þú vel til þess eða kemur úr þannig umhverfi, en mín langa reynsla af Íslendingum í útgerð og útflutningi er ekki þannig. Frumkvöðulsháttur og baráttustyrkur hefur einkennt þennan hóp fólks. "But maybe it takes one to know one.

Ívar Pálsson, 17.3.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki alveg rétt Ívar, þeim var nánast útrýmt að vísu ekki af okkur. En það stóð tæpt. Hins vegar sé ég ekkert að því þótt hvalurinn fái sér í svanginn, hann á jú heima þarna. Við höfum ekkert einkaleyfi á náttúrunni jafnvel þó við séum Íslendingar. Og í guðanna bænum ekki láta Íslendinga fara að fikta í jafnvæginu.

Finnur Bárðarson, 17.3.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Útflutningur sjávarafurða er ekkert marktækt erfiðari vegna hvalanna..." Gott að heyra. Fyrir 1-2 árum var 2-3 opnu grein í fríblaði Albert Heijn (stærstu matvöruverslanakeðju Hollands) um íslenskan fisk. Þar var talað um gæðin og ferskleikann. Íslenski fiskurinn var seldur með öðrum, en sérmerktur Íslandi. Þú gast keypt þér kvikasilfursbættan norðursjávarfisk eða íslenskan ferskleika sem bætir, hressir og kætir.

Eftir að þessi afskaplega vel hugsaða ákvörðun var tekin, korteri fyrir stjórnarslit, hvarf þessi gæðavara úr verslununum. Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt af mótmælum, svo kannski er hann bara seldur sem hver annar fiskur, en mér þykir ekki ólíklegt að hann hafi einfaldlega verið fjarlægður úr kælinum.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 15:49

5 Smámynd: Brattur

Ég tek undir með Finni hér að ofan og hef sagt það áður, að við, mannskepnan, getum ekki ráðið við það að viðhalda jafnvæginu í náttúrunni, þó að við þykjumst geta allt. Það er okkur ofviða.

Áður en maðurinn fór að veiða fisk syntu hvalir í sjónum og átu fisk o.fl. ekki útrýmdu þeir öllum fiski þá og ekki fjölgaði hvölum úr hófi fram enda sér náttúran sjálf um jafnvægið, er það ekki annars?

Brattur, 17.3.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maðurinn hér og ekki síður annars staðar hafa gengið að fiskstofnunum, en það hefur hvalurinn einnig gert. Það eru fáir sem halda því fram að hvölum hafi ekki fjölgað talsvert. Með því að veiða þá, er líklegra að jafnvægi í fiskstofnunum náist fyrr. Rök eins og að hvalir séu fallegir, kaupum við  ekki. Við grisjum í sauðfjárhópnum á hverju hausti, og þykir ekkert tiltökumál.

Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvalur étur fisk !   (Þó að aðallega svifæta sé).

Þetta eru nú meiri asskotans illyrmin og arðræningjarnir,  þessi stórhveli.

Eigum við ekki bara að kenna þeim um kreppuna líka ?

Allavega verður að útrýma þessarri óværu, ekki seinna en í gær.  

Þá fyrst kemst á eðlilegt jafnvægi í lífríkinu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 05:30

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sigurður mér alveg sama um gáfur hvala. Bara við að lesa orðið "grisjun" fær maður hroll. Sérstaklega þegar Íslendingar ætla að taka að sér verkefni sem mér skilst að Guð almáttugur hafi séð um hingað til.

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Finnur og Brattur, það er ekki okkar jafnvægi þegar hvalur fjölgar sér óhindrað, með engan "predator", á kostnað annars í náttúrunni sem er lifibrauð fjölda Íslendinga. Við getum stjórnað þessum þætti tiltölulega auðveldlega, en ekki veðrinu með því að kæla jörðina í gegn um kolefniskvóta eins og sumir vilja.

Villi, fiskurinn var þá ekki seldur viðkvæmu Hollendingunum, heldur raunsærra fólki í öðrum löndum. Einhvers staðar var hann seldur. Brattur, nú veiður maðurinn fisk og ætlar ekki að hætta því. Hvalurinn er í fullri samkeppni og má alveg við því að halda sér í skefjum til jafnvægis fyrir mennina.

Hildur Helga, ég hef einmitt lýst því áður að ekki væri vitlaust að fækka sumum hvölum og sökkva þeim. Fiskur og rækja myndu hagnast á því og þar með við. En þá yrði allt vitlaust í kaffihúsunum!

Finnur, Norðmenn voru þá Guð almáttugur hér áður, þegar þeir fækkuðu hvölum fyrir vestan en fjölguðu mannkyninu á Vestfjörðum!

Ívar Pálsson, 18.3.2009 kl. 17:52

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þar fékk ég á baukinn Ívar, síðasta setningin. Góður :)

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband