ESB- sigur? Tæpast

Úrslit kosninganna láta mann veltakosningaurslit_2009_04.png fyrir sér hve ESB stuðningur á þingi sé mikill (sjá töflu), því að ESB- aðildarviðræður skila ekki árangri nema að íslenski samningsaðilinn sé með fullt umboð og sterkt bakland í samningunum. Þessar tölur hnikast varla til nema um 2-3 útreiknaða ESB- stuðningsþingmenn, eða hvað?

ESB a Althingi Excel

Evrópusambandið vill ekki enn eina Noregs- meðferð, að standa í samningaharki árum saman og vera svo hafnað tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningamaður Tékklands við inngöngu þess inn í ESB lýsti því á fundi í Alþjóðastofnun H.Í. fyrir skemmstu. Rétt rúmur helmingur fulltrúa þjóðar telst tæpast

nægjanlegur stuðningur við aðildarumsókn, sem hlýtur að þurfa aukinn meirihluta (2/3) til slíkra breytinga eins og á samþykktum í hlutafélagi.

All- líklegar ESB- aðildarviðræður í óþökk annars líklega stjórnarflokksins, Vinstri Grænna, komast því eflaust á dagskrá ríkisstjórnar eins og umsókn Samfylkingar gerði um fulltrúa okkar í Öryggisráð S.Þ. , en í þetta sinn með mun meiri kostnað og tíma algerlega til einskis, eins og hitt hafi ekki verið nóg.

Á meðan sitja alvörumálin á hakanum, Samfylking samþykkir skuldir bankanna fyrir okkur áfram eins og þær séu okkar þannig að samningsstaða ríkisins er vonlaus. Það verður arfleifð Samfylkingarinnar.

 

 


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir ,,Á meðan sitja alvörumálin á hakanum". Þú villt meina að ef við sækjum um aðild að ESB, þá muni öll önnur mál sitja á hakanum, bíddu, hefur það alltaf verið þannig að það er bara hægt að vinna eitt mál í einu? Voðalegt bull er þetta, heldur þú að ef ríkið eigi í samningum við b að þá verði það að leggja niður alla vinnu við a á meðan? Læt þér eftir að vinna úr smjörklýpu þinni.

Valsól (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stjórn sem meðhöndlar stjórnarskránna eins og klósettpappír til að þurrka Davíð út er varla líklegur kandídat í "sanngirni" og "almenn viðmið" eða neitt af því tagi.

Geir Ágústsson, 14.5.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband